Ríkisstjórnin tíu ára 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira