Innlent

Nýtt dagblað væntanlegt

Nýtt dagblað hefur göngu sína í næsta mánuði. Það mun heita Blaðið og verður dreift ókeypis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stærstu eigendur blaðsins eru Karl Garðarsson, sem verður útgefandi, Steinn Kári Ragnarsson og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og stjórnarformaður Árs og dags ehf.. Aðspurður um efnistök og ritstjórnarstefna segir Sigurður að í blaðinu verði fréttir, dægurmál og allt það sem gott blað verði að bjóða upp á fyrir fólkið í landinu. Hann segir rekstrargrundvöllinn verða þann sama og hjá Fréttablaðinu en efnistökin allt önnur. Sigurður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að auglýsingamarkaðurinn sé of þétt setinn. Sigurður segir fjármagn að mestu koma frá hluthöfunum tíu í félaginu. Og hann vill að sinni ekkert segja um hver verði ritstjóri. Spurður hvers vegna þeir sem standi að útgáfunni hafi þvertekið fyrir að þetta stæði til, þar til núna, segir Sigurður að það sé góður siður að segja ekki frá hlutum fyrr en samningar séu í höfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×