Innlent

Mikill munur á tilboðum í uppgröft

Gríðarmikill munur var á hæsta og lægsta tilboði til Landsvirkjunar í uppgröft í sumar á mannvistarleifum á svonefndum Hálsum sem fara undir vatn þegar Kárahnjúkalón verður fyllt. Lægsta tilboð átti Fornleifastofnun Íslands, 11,5 milljónir króna. Næsta tilboð, sem var frá Skriðuklaustursrannsóknum, var rúmlega hundrað prósentum hærra, eða röskar 24 milljónir. Hæsta tilboð var frá Fornleifastofnun-Eldstáli, rúmar 58 milljónir, eða á annað hundrað prósentum hærra en annað tilboð. Þrátt fyrir gríðarlegan mun á tilboðum segja lægstbjóðendur að aðeins full menntaðir og þjálfaðir menn muni standa að uppgreftrinum. Landsvirkjun er búin að ræða við alla tilboðsgjafa en ekki hefur verið samið við neinn ennþá. Grafið verður í mannvistarleifararnar og þær jafnframt kortlagðar. Ljóst þykir að þær eru mjög gamlar og hafa vísindamenn haft uppi tilgátur um að þær séu jafnvel rústir Reykjasels, sem getið er um í Hranfkelssögu Freysgoða, og því a.m.k. þúsund ára gamlar. Uppgreftrinum á að ljúka í sumar enda verður farið að fylla á lónið eftir rúmt ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×