Innlent

Blaðið í öll hús

"Fréttablaðið hefur gengið afar vel og við teljum að rúm sé á markaðnum fyrir annað blað af svipuðum toga," segir Karl Garðarsson, einn eigenda og forsvarsmanna Blaðsins, sem er nýtt dagblað sem dreift verður í öll hús á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðjum maí. Karl segir að Fréttablaðið sé að hluta til fyrirmynd þessa nýja blaðs en efnistök verða þó með öðrum hætti. "Öll skrif í blaðið verða með knappari hætti en til að mynda hjá Fréttablaðinu. Við vonumst til að fólk geti rennt fljótt yfir allt sem máli skiptir án þess að eyða til þess of miklum tíma." Þegar hefur stærsti hluti starfsfólksins verið ráðinn og auglýsingasala hófst fyrr í vikunni og segir Karl hana fara vel af stað. "Auglýsendur eru að taka okkur mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Blaðið verður gefið út til að byrja með í 80 þúsund eintökum og svo sjáum við hvað setur með framhaldið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×