Innlent

Molinn opnaður á Reyðarfirði

MYND/Reyðarfjörður
Ný verslunarmiðstöð, sem hlotið hefur nafnið Molinn, verður opnuð á Reyðarfirði í dag. Hún er um 2700 fermetra stór en byggingarframkvæmdir hófust á síðasta ári. Þrír aðilar opna verslanir þar í dag, Krónan með lágvöruverðsverslun, tískuvöruverslunin Pex og Veiðuflugan. Fyrirhugað er að átta til tíu verslanir og þjónustuaðilar verði með starfsemi í Molanum en á næstu vikum munu Landsbankinn, Lyfja og Vínbúðin opna þar útibú. Bæjarskrifstofur Fjarðarbyggðar og fyrirtækið Hönnun verða einnig með skrifstofur sínar í húsinu. Fasteignafélagið Smáragarður er eigandi húsnæðisins. Í tilefni opnunar verður meðal annars boðið upp á lengstu köku Austfjarða en hún verður um 10 metra löng.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×