Innlent

Læknafélag Íslands kærir ríkið

Læknafélag Íslands hefur stefnt Landspítala-háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring. Félagið telur að íslensk lög sem samræmast vinnutilskipun Evrópusambandsins nái til unglækna rétt eins og lækna en það samþykkir spítalinn ekki. Lögfræðingur Læknafélagsins, Gunnar Ármannsson, segir að með lagabreytingum árið 2003 eigi lögin einnig við um læknanemana rétt þrátt fyrir að samið hafi verið um annað í kjarasamningnum árinu á undan. Læknafélagið telji lögin fremri samningnum. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, segir að vinnist málið verði krafist bóta fyrir unglæknanna: "Auðvitað gerum við þá kröfu að hlutirnir verði leiðréttir eftir á, að minnsta kosti fram að lagasetningunni í apríl 2003. Annað hvort eiga þeir þennan rétt samkvæmt lögum eða ekki." Á hvaða hátt beri að koma til móts við unglæknana lætur Sigurbjörn ósagt. Málið var þingfest Héraðsdómi Reykjavíkur 7. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×