Innlent

Olís ódýrast

Áfylling á venjulegan níu kílóa gaskút reyndist ódýrust hjá Olís við könnun blaðsins í gærdag. Þar kostar áfyllingin 2.743 krónur en bæði Skeljungur og Esso eru tæpum 200 krónum dýrari. Olís er þannig ennþá með sama verð á hverri áfyllingu og var fyrir ári síðan en þá voru þeir einnig aðeins ódýrari en hin olíufélögin tvö. Esso býður áfyllingu á 2.995 og Skeljungur á 2.990 en verðið virðist vera misjafnt hjá Skeljungi, þar sem áfylling á stöð félagsins á Egilsstöðum kostaði 3.100 krónur um hádegisbil í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×