Innlent

Hvíldartíminn í bága við ESB

Íslensk stjórnvöld framfylgdu ekki vinnutímatilskipun Evrópusambandsins varðandi hvíldartíma unglækna, samkvæmt áliti sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum. Ákvæði þar að lútandi áttu að taka gildi fyrir 1. ágúst í fyrra. Stjórnvöldum hefur verið veittur tveggja mánaða frestur til að grípa til viðeigandi ráðstafana. Verði ekki orðið við þeirri kröfu verður málinu vísað til EFTA-dómstólsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×