Fleiri fréttir Einar segir upp hjá Íslandspósti Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts sagði fyrirvaralaust upp störfum í gær og hættir í dag. Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri fyrirtækisins og Andrés Magnússon starfsmannastjóri sinna störfum hans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 14.9.2004 00:01 Sjálfstæðismenn vilja framkvæmdir Sjálfstæðismenn ætla að leggja til á fundi samgöngunefndar borgarinnar í dag að hætt verði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þau verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01 93% horfa á RÚV 93% horfðu eitthvað á Ríkissjónvarpið í ágústmánuði, 74% á Stöð tvö og 72% á Skjá einn, samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Fréttir Ríkissjónvarpsins voru vinsælasta sjónvarpsefnið en 44,3% horfðu á þær. 14.9.2004 00:01 Steingrímur mótmælir Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna segir að hugmyndafræði stjórnarflokkkanna í málefnum Landssímans, gangi út á að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef einkavæða eigi Landssímann áður en klárað verður að byggja upp viðunandi dreifikerfi sé verið að snúa hlutunum á haus. 14.9.2004 00:01 Misskilningur hjá Kennarasambandi Talsmenn Íslandsbanka og Sjóvá Almennra segja viðbrögð Kennarasambandsins við fyrirhuguðum heilsuskóla fyrir grunnskólabörn, ef til kennaraverkfalls kemur, koma á óvart og að þau hljóti að vera byggð á misskilningi. Fyrirtækin séu ekki aðilar að vinnudeilunni og þyki miður að vera dregin inn í þá umræðu. 14.9.2004 00:01 Menntun á Íslandi minni en í OECD Þrjátíu prósent Íslendinga hafa ekki lokið neinu framhaldsnámi en meðaltalið í OECD löndunum er nítján prósent. Einungis í fjórum löndum er meðaltalið hærra, í Mexíkó, Portúgal, Spáni og Tyrklandi. Litið er svo á að þessi hópur eigi erfitt uppdráttar og eigi á hættu að sitja eftir í nútíma þjóðfélagi sem krefjist menntaðs vinnuafls. 14.9.2004 00:01 Launanefnd rithöfunda gagnrýnd Umboðsmaður alþingis telur að launanefnd rithöfunda í fyrra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera þurfi til undirbúnings ákvarðana um úthlutanir úr sjóðnum. Höfundur sem ekki fékk úthlutun kvartaði til umboðsmanns og taldi höfnunina ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. 14.9.2004 00:01 Jón formaður Einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson lögfræðingur verður næsti formaður Einkavæðinganefndar. Hann tekur við af Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra Forsætisráðuneytisins sem gengt hefur formennsku undanfarin ár. Jón Sveinsson hefur átt sæti í nefndinni um tíma. Stærsta verkefnið framundan hjá nefndinni er fyrirhuguð einkavæðing Landssímans. 14.9.2004 00:01 Tillaga D-lista felld Fulltrúar Reykjavíkurlistans felldu í dag tillögu sjálfstæðismanna, um að hætt yrði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæðismenn vilja að gatnamótin verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01 Netið að hrynja undan álagi Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið. 14.9.2004 00:01 Rannveig forsetaefni Á fundi Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í dag var ákveðið samhljóða að Rannveig Guðmundsdóttir yrði tilnefnd sem forsetaefni ráðsins og Jónína Bjartmarz sem varaforsetaefni fyrir starfsárið 2005. Formlega verður kosið í embættin á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1. til 3. nóvember næstkomandi en Ísland fer með forsæti Norðurlandaráðs á næsta ári. 14.9.2004 00:01 Davíð kveður sem forsætisráðherra Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. 14.9.2004 00:01 Gríðarlegar tekjur af stangveiði Tekjur af stangveiði hér á landi skila þjóðarbúinu allt að níu milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Umsvif stangveiða skapa um eittþúsund störf á ári og þær geta skipt sköpum um hvort byggð haldist á ákveðnum svæðum landsins. 14.9.2004 00:01 Heilsuskóli er verkfallsbrot Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. 14.9.2004 00:01 Tek við góðu búi Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. </font /></b /> 14.9.2004 00:01 Jón byrjar á Símanum Jón Sveinsson verður næsti formaður einkavæðingarnefndar. Stærsta verkefni hans verður að selja Símann. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sett það skilyrði fyrir sölunni að lokið verði við uppbyggingu á dreifikerfi fyrirtækisins. Dreifikerfi er hins vegar loðið hugtak og ekki á hreinu við hvað er átt. 14.9.2004 00:01 Tveir reikningar Valgerðar Skipulagsstofnun segir að með rafskautaverksmiðju í Hvalfirði verði losunarheimildum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni nærri náð. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir þetta þó ekki koma í veg fyrir álver á Norðurlandi þar sem sú mengun færist á annan reikning. 14.9.2004 00:01 Kveikt í Brekku Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfararnótt mánudags var af völdum íkveikju. 14.9.2004 00:01 Áróður dreginn til baka Umhverfisverndarsamtökin Monteray Bay Aquarium ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðingar samtakanna sem birtust í bæklingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. 14.9.2004 00:01 Mikil kornrækt á Suðurlandi Sunnlenskir bændur hafa nýtt uppstyttuna síðustu daga til að skera korn eftir langa rigingatíð. Sumarið hefur þó reynst kornræktendum hagstætt og er kornið orðið vel þroskað. 14.9.2004 00:01 Forsætisráðherrar á prent Ákvörðun Davíðs Oddssonar um að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein sú örlagaríkasta sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ritverkinu Forsætisráðherrar Íslands. Davíð tók við fyrsta eintakinu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 14.9.2004 00:01 Þjóðarbókhlaðan opin of stutt Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að skertur opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar komi illa niður á háshólastúdentum, sem þannig fái ekki eðlilegan aðgang að nauðsynlegri lesaðstöðu og lesefni. Um tvö hundruð námsmenn nýta sér venjulega bókasafnið á kvöldin, en ekki verður boðið upp á slíka þjónustu í vetur. 14.9.2004 00:01 Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. 14.9.2004 00:01 Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra. 14.9.2004 00:01 SA segja fyrirtækin í rétti Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt. 14.9.2004 00:01 Hægt að afstýra verkfalli Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 14.9.2004 00:01 Hefur aflétt óðalskvöðum Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eignanna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslumaður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. 14.9.2004 00:01 Sló mann með glerglasi Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerglasi þannig að glasið brotnaði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 14.9.2004 00:01 Ekki draumastarf stjórnmálamanns Halldór Ásgrímsson hefur setið lengst utanríkisráðherra og verið ráðherra alls í rúm sautján ár. Hann tekur við embætti forsætisráðherra í dag og segir að embættinu fylgi mikil ábyrgð og það reyni mikið á. Hann segir það ekki endilega draumastarf hvers stjórnmálamanns. </font /></b /> 14.9.2004 00:01 Blandaðist í gjaldþrotið "Þegar hringt er í verslunina svarar skiptastjóri Véla og þjónustu þannig að gjaldþrot þeirra hefur komið illa við okkur," segir Róbert Schmidt, verslunarstjóri sportbúðarinnar Títan. 14.9.2004 00:01 Halldór forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag. Hann segir að undirbúningur að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé þegar hafinn þótt ekki sé víst hvenær af þeim verði. </font /></b /> 14.9.2004 00:01 Krafist 290 milljóna í bætur Fjórir menn hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir brot á útvarpslögum sem framkvæmdastjórnarmenn Kaplavæðingar. Mennirnir fjórir eru sakaðir um að hafa tekið á móti læstum útsendingum frá átta erlendum sjónvarpsstöðvum, opnað þær með myndlyklum, í þeim tilgangi að veita einstaklingum sem ekki voru áskrifendur aðgang að útsendingunum. 14.9.2004 00:01 Stólaskipti á ríkisráðsfundi Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. 14.9.2004 00:01 Nýr formaður einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson, hæstaréttarlögmaður verður formaður einkavæðingarnefndar. Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag sagðist gera ráð fyrir því að Jón yrði formaður en hann hefur setið í nefndinni um árabil. 14.9.2004 00:01 Davíð til Slóveníu Davíð Oddsson, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í dag, fer til Slóveníu í boði forseta landsins 20. september. 14.9.2004 00:01 Heimsmet í áfengissköttum "Við eigum heimsmetið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um áfengisskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterkt vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Aðeins Norðmenn eru fyrir ofan okkur í álagningu á bjór. 14.9.2004 00:01 Helstu deilumál verið afgreidd "Nú er fiskveiðistefnan komin í eitt kerfi, stærstu deilumálin hafa verið afgreidd og nú er tími til að horfa til framtíðar," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Hann segist ekki vita um neina aðra þjóð í heiminum þar sem útgerð er rekin með jafnmiklum myndarskap og á því eigi að byggja næstu áratugi. 13.9.2004 00:01 Fólk er forsenda lífs í miðbænum Kraftmiklir borgarar hafa ráðist í umfangsmikið átak til að byggja upp miðbæinn á Akureyri. Fjölga þarf íbúum miðbæjarsvæðisins um þrjú til fjögur þúsund. Vonir standa til að nýr miðbær verði til eftir fimmtán til tuttugu ár. </font /></b /> 13.9.2004 00:01 Verkfall yfirvofandi Mikið ber enn í milli í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga, en deilendur funduðu í átta klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær. Enn er aðeins verið að ræða málin vítt og breitt og frágangsvinna við einstök atriði er ekki komin í fullan gang. 13.9.2004 00:01 Tölvupóstsstríð í fyrirtækjum Tölvupóstur er orðinn eitt skæðasta vopnið í valdabaráttu innan fyrirtækja, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Monash háskólanum í Ástralíu. Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig starfsmenn fyrirtækja nota þessa algengu samskiptaleið en starfsmenn þriggja stórfyrirtækja á mismunandi sviðum voru undir smásjá vísindamanna. 13.9.2004 00:01 Íslandsbanki með heilsuskóla Stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka ætla að bjóða börnum starfsmanna upp á svonefndan heilsuskóla, ef til kennaraverkfalls kemur, til að létta áhyggjum af foreldrum, að sögn Herdísar Pálu Pálsdóttur, deildarstjóra í Íslandsbanka: 13.9.2004 00:01 Stjórnin vill efla dreifikerfið Vilji er fyrir þvi innan beggja stjórnarflokka til að nýta hluta af því fé sem fæst með sölu Símans til að standa að útboði til að efla dreifikerfið. Öll símafyrirtæki gætu þá boðið í verkið og þannig yrði tryggt að allir landsmenn hefðu jafnan aðgang að gagnaflutningum. 13.9.2004 00:01 Samstarf um farsímasjónvarp Stærstu farsímafyrirtæki heims hafa tekið höndum saman um þróun farsímasjónvarps. Fulltrúar Nokia í Finnlandi greindu nýlega frá því að Motorola, NEC, Siemens og Sony Ericsson hefðu sett á laggirnar bandalag, Open Mobile Alliance, til að þróa sjónvarpsþjónustu fyrir farsíma og aðra farandgripi. 13.9.2004 00:01 Ísjaki á leið til Parísar Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ístaks og skipafélagsins Samskipa hafa í morgun unnið að því að ná tuttugu tonna ísjaka upp úr Jökulsárlóni, sem bera á hróður Íslands langt út fyrir landsteinana, að sögn Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns 13.9.2004 00:01 Milljónasektir vegna afturvirkni Tollayfirvöld endurskoðuðu nýlega tolla á matvöru sem flutt hafði verið til landsins í áratugi. Ákvörðunin var afturvirk sex ár aftur í tímann, eins og lög gera ráð fyrir og þurfti viðkomandi verslunarfyrirtæki að greiða fjörutíu og eina milljón í viðbótartolla löngu eftir að varan var seld. 13.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Einar segir upp hjá Íslandspósti Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts sagði fyrirvaralaust upp störfum í gær og hættir í dag. Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri fyrirtækisins og Andrés Magnússon starfsmannastjóri sinna störfum hans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 14.9.2004 00:01
Sjálfstæðismenn vilja framkvæmdir Sjálfstæðismenn ætla að leggja til á fundi samgöngunefndar borgarinnar í dag að hætt verði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þau verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01
93% horfa á RÚV 93% horfðu eitthvað á Ríkissjónvarpið í ágústmánuði, 74% á Stöð tvö og 72% á Skjá einn, samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Fréttir Ríkissjónvarpsins voru vinsælasta sjónvarpsefnið en 44,3% horfðu á þær. 14.9.2004 00:01
Steingrímur mótmælir Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna segir að hugmyndafræði stjórnarflokkkanna í málefnum Landssímans, gangi út á að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef einkavæða eigi Landssímann áður en klárað verður að byggja upp viðunandi dreifikerfi sé verið að snúa hlutunum á haus. 14.9.2004 00:01
Misskilningur hjá Kennarasambandi Talsmenn Íslandsbanka og Sjóvá Almennra segja viðbrögð Kennarasambandsins við fyrirhuguðum heilsuskóla fyrir grunnskólabörn, ef til kennaraverkfalls kemur, koma á óvart og að þau hljóti að vera byggð á misskilningi. Fyrirtækin séu ekki aðilar að vinnudeilunni og þyki miður að vera dregin inn í þá umræðu. 14.9.2004 00:01
Menntun á Íslandi minni en í OECD Þrjátíu prósent Íslendinga hafa ekki lokið neinu framhaldsnámi en meðaltalið í OECD löndunum er nítján prósent. Einungis í fjórum löndum er meðaltalið hærra, í Mexíkó, Portúgal, Spáni og Tyrklandi. Litið er svo á að þessi hópur eigi erfitt uppdráttar og eigi á hættu að sitja eftir í nútíma þjóðfélagi sem krefjist menntaðs vinnuafls. 14.9.2004 00:01
Launanefnd rithöfunda gagnrýnd Umboðsmaður alþingis telur að launanefnd rithöfunda í fyrra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera þurfi til undirbúnings ákvarðana um úthlutanir úr sjóðnum. Höfundur sem ekki fékk úthlutun kvartaði til umboðsmanns og taldi höfnunina ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. 14.9.2004 00:01
Jón formaður Einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson lögfræðingur verður næsti formaður Einkavæðinganefndar. Hann tekur við af Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra Forsætisráðuneytisins sem gengt hefur formennsku undanfarin ár. Jón Sveinsson hefur átt sæti í nefndinni um tíma. Stærsta verkefnið framundan hjá nefndinni er fyrirhuguð einkavæðing Landssímans. 14.9.2004 00:01
Tillaga D-lista felld Fulltrúar Reykjavíkurlistans felldu í dag tillögu sjálfstæðismanna, um að hætt yrði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæðismenn vilja að gatnamótin verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01
Netið að hrynja undan álagi Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið. 14.9.2004 00:01
Rannveig forsetaefni Á fundi Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í dag var ákveðið samhljóða að Rannveig Guðmundsdóttir yrði tilnefnd sem forsetaefni ráðsins og Jónína Bjartmarz sem varaforsetaefni fyrir starfsárið 2005. Formlega verður kosið í embættin á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1. til 3. nóvember næstkomandi en Ísland fer með forsæti Norðurlandaráðs á næsta ári. 14.9.2004 00:01
Davíð kveður sem forsætisráðherra Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. 14.9.2004 00:01
Gríðarlegar tekjur af stangveiði Tekjur af stangveiði hér á landi skila þjóðarbúinu allt að níu milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Umsvif stangveiða skapa um eittþúsund störf á ári og þær geta skipt sköpum um hvort byggð haldist á ákveðnum svæðum landsins. 14.9.2004 00:01
Heilsuskóli er verkfallsbrot Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. 14.9.2004 00:01
Tek við góðu búi Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. </font /></b /> 14.9.2004 00:01
Jón byrjar á Símanum Jón Sveinsson verður næsti formaður einkavæðingarnefndar. Stærsta verkefni hans verður að selja Símann. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sett það skilyrði fyrir sölunni að lokið verði við uppbyggingu á dreifikerfi fyrirtækisins. Dreifikerfi er hins vegar loðið hugtak og ekki á hreinu við hvað er átt. 14.9.2004 00:01
Tveir reikningar Valgerðar Skipulagsstofnun segir að með rafskautaverksmiðju í Hvalfirði verði losunarheimildum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni nærri náð. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir þetta þó ekki koma í veg fyrir álver á Norðurlandi þar sem sú mengun færist á annan reikning. 14.9.2004 00:01
Kveikt í Brekku Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfararnótt mánudags var af völdum íkveikju. 14.9.2004 00:01
Áróður dreginn til baka Umhverfisverndarsamtökin Monteray Bay Aquarium ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðingar samtakanna sem birtust í bæklingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. 14.9.2004 00:01
Mikil kornrækt á Suðurlandi Sunnlenskir bændur hafa nýtt uppstyttuna síðustu daga til að skera korn eftir langa rigingatíð. Sumarið hefur þó reynst kornræktendum hagstætt og er kornið orðið vel þroskað. 14.9.2004 00:01
Forsætisráðherrar á prent Ákvörðun Davíðs Oddssonar um að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein sú örlagaríkasta sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ritverkinu Forsætisráðherrar Íslands. Davíð tók við fyrsta eintakinu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 14.9.2004 00:01
Þjóðarbókhlaðan opin of stutt Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að skertur opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar komi illa niður á háshólastúdentum, sem þannig fái ekki eðlilegan aðgang að nauðsynlegri lesaðstöðu og lesefni. Um tvö hundruð námsmenn nýta sér venjulega bókasafnið á kvöldin, en ekki verður boðið upp á slíka þjónustu í vetur. 14.9.2004 00:01
Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. 14.9.2004 00:01
Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra. 14.9.2004 00:01
SA segja fyrirtækin í rétti Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt. 14.9.2004 00:01
Hægt að afstýra verkfalli Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 14.9.2004 00:01
Hefur aflétt óðalskvöðum Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eignanna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslumaður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. 14.9.2004 00:01
Sló mann með glerglasi Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerglasi þannig að glasið brotnaði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 14.9.2004 00:01
Ekki draumastarf stjórnmálamanns Halldór Ásgrímsson hefur setið lengst utanríkisráðherra og verið ráðherra alls í rúm sautján ár. Hann tekur við embætti forsætisráðherra í dag og segir að embættinu fylgi mikil ábyrgð og það reyni mikið á. Hann segir það ekki endilega draumastarf hvers stjórnmálamanns. </font /></b /> 14.9.2004 00:01
Blandaðist í gjaldþrotið "Þegar hringt er í verslunina svarar skiptastjóri Véla og þjónustu þannig að gjaldþrot þeirra hefur komið illa við okkur," segir Róbert Schmidt, verslunarstjóri sportbúðarinnar Títan. 14.9.2004 00:01
Halldór forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag. Hann segir að undirbúningur að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé þegar hafinn þótt ekki sé víst hvenær af þeim verði. </font /></b /> 14.9.2004 00:01
Krafist 290 milljóna í bætur Fjórir menn hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir brot á útvarpslögum sem framkvæmdastjórnarmenn Kaplavæðingar. Mennirnir fjórir eru sakaðir um að hafa tekið á móti læstum útsendingum frá átta erlendum sjónvarpsstöðvum, opnað þær með myndlyklum, í þeim tilgangi að veita einstaklingum sem ekki voru áskrifendur aðgang að útsendingunum. 14.9.2004 00:01
Stólaskipti á ríkisráðsfundi Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. 14.9.2004 00:01
Nýr formaður einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson, hæstaréttarlögmaður verður formaður einkavæðingarnefndar. Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag sagðist gera ráð fyrir því að Jón yrði formaður en hann hefur setið í nefndinni um árabil. 14.9.2004 00:01
Davíð til Slóveníu Davíð Oddsson, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í dag, fer til Slóveníu í boði forseta landsins 20. september. 14.9.2004 00:01
Heimsmet í áfengissköttum "Við eigum heimsmetið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um áfengisskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterkt vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Aðeins Norðmenn eru fyrir ofan okkur í álagningu á bjór. 14.9.2004 00:01
Helstu deilumál verið afgreidd "Nú er fiskveiðistefnan komin í eitt kerfi, stærstu deilumálin hafa verið afgreidd og nú er tími til að horfa til framtíðar," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Hann segist ekki vita um neina aðra þjóð í heiminum þar sem útgerð er rekin með jafnmiklum myndarskap og á því eigi að byggja næstu áratugi. 13.9.2004 00:01
Fólk er forsenda lífs í miðbænum Kraftmiklir borgarar hafa ráðist í umfangsmikið átak til að byggja upp miðbæinn á Akureyri. Fjölga þarf íbúum miðbæjarsvæðisins um þrjú til fjögur þúsund. Vonir standa til að nýr miðbær verði til eftir fimmtán til tuttugu ár. </font /></b /> 13.9.2004 00:01
Verkfall yfirvofandi Mikið ber enn í milli í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga, en deilendur funduðu í átta klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær. Enn er aðeins verið að ræða málin vítt og breitt og frágangsvinna við einstök atriði er ekki komin í fullan gang. 13.9.2004 00:01
Tölvupóstsstríð í fyrirtækjum Tölvupóstur er orðinn eitt skæðasta vopnið í valdabaráttu innan fyrirtækja, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Monash háskólanum í Ástralíu. Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig starfsmenn fyrirtækja nota þessa algengu samskiptaleið en starfsmenn þriggja stórfyrirtækja á mismunandi sviðum voru undir smásjá vísindamanna. 13.9.2004 00:01
Íslandsbanki með heilsuskóla Stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka ætla að bjóða börnum starfsmanna upp á svonefndan heilsuskóla, ef til kennaraverkfalls kemur, til að létta áhyggjum af foreldrum, að sögn Herdísar Pálu Pálsdóttur, deildarstjóra í Íslandsbanka: 13.9.2004 00:01
Stjórnin vill efla dreifikerfið Vilji er fyrir þvi innan beggja stjórnarflokka til að nýta hluta af því fé sem fæst með sölu Símans til að standa að útboði til að efla dreifikerfið. Öll símafyrirtæki gætu þá boðið í verkið og þannig yrði tryggt að allir landsmenn hefðu jafnan aðgang að gagnaflutningum. 13.9.2004 00:01
Samstarf um farsímasjónvarp Stærstu farsímafyrirtæki heims hafa tekið höndum saman um þróun farsímasjónvarps. Fulltrúar Nokia í Finnlandi greindu nýlega frá því að Motorola, NEC, Siemens og Sony Ericsson hefðu sett á laggirnar bandalag, Open Mobile Alliance, til að þróa sjónvarpsþjónustu fyrir farsíma og aðra farandgripi. 13.9.2004 00:01
Ísjaki á leið til Parísar Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ístaks og skipafélagsins Samskipa hafa í morgun unnið að því að ná tuttugu tonna ísjaka upp úr Jökulsárlóni, sem bera á hróður Íslands langt út fyrir landsteinana, að sögn Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns 13.9.2004 00:01
Milljónasektir vegna afturvirkni Tollayfirvöld endurskoðuðu nýlega tolla á matvöru sem flutt hafði verið til landsins í áratugi. Ákvörðunin var afturvirk sex ár aftur í tímann, eins og lög gera ráð fyrir og þurfti viðkomandi verslunarfyrirtæki að greiða fjörutíu og eina milljón í viðbótartolla löngu eftir að varan var seld. 13.9.2004 00:01