Innlent

Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla

Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla í Reykjavík, segir skólann sjálfstæðan samningsaðila en kennarar sem starfi við skólann greiði á næstunni atkvæði um hvort þeir samþykki verkfall eða ekki: "Greiði kennara með verkfalli líður hálfur mánuður áður en til þess kemur."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×