Innlent

Hefur aflétt óðalskvöðum

Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eignanna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslumaður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. Hefur nú skiptastjóri Skala, sem áður var svínabúið á Brautarholti, sent inn nýja uppboðsbeiðni vegna reita númer fimm og tíu á Brautarholti þar sem óðalskvöðinni hefur verið aflétt og stangast því ekki á við óðalsréttinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×