Davíð kveður sem forsætisráðherra 14. september 2004 00:01 Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira