Innlent

Heimsmet í áfengissköttum

"Við eigum heimsmetið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um áfengisskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterkt vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Aðeins Norðmenn eru fyrir ofan okkur í álagningu á bjór. Þau tíðindi hafa undanfarið borist frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að skattar á áfengi fari lækkandi. Fyrir tæpu ári lækkuðu Danir áfengisskatta á sterkt vín um 40%. Um helmingur áfengisinnkaupa var þá farinn úr landi, yfir til Þýskalands, og var lækkunin til að mæta því. Þann 1. mars voru svo skattar lækkaðir verulega í Finnlandi, ekki síst í kjölfarið á inngöngu Eystrasaltsríkjanna í ESB, og nú síðast hafa Svíar tilkynnt að þeir hyggist lækka skatta á sterkt vín um 40%. Ljósin beinast nú að Noregi og Íslandi. Ljóst er að þrýstingurinn er mikill til lækkunar í Noregi, þar sem viðbúið er að Norðmenn leiti í auknum mæli yfir landamærin til áfengisinnkaupa. Staða Íslands, sem eylands, er öðruvísi. Andrés segir þó Félag íslenskra stórkaupmanna "eiga erfitt með að sjá að íslenskir stjórnmálamenn getið staðið mikið lengur frammi fyrir íslenskum neytendum með þá ofurskatta sem hér ríkja".


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×