Innlent

SA segja fyrirtækin í rétti

Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Íslandsbanka fá að sjá hvað kennarar geri haldi bankinn áformum sínum um Heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á grunnskólaaldri til streitu. Til hvaða aðgerða verði gripið segir Eiríkur að þær geti orðið viðskiptalegar. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ummáli Eiríks um aðgerðir gegn fyrirtækjum afskaplega ógeðfellt ofbeldistal sem eigi ekkert erindi í nútímasamfélagi. "Mér finnst málflutningur Kennarasambandsins fráleitur. Skipuleggi fyrirtæki barnagæslu eða frístundastarfsemi fyrir börn er það ekki frekar verkfallsbrot en ef fyrirtæki skapaði aðstöðu fyrir starfsmenn að vinna heima," segir Ari. Hann segir kennslu og fræðslustarfsemi framlag kennara. Svo lengi sem menn fari ekki inn á þeirra verksvið sé verkfallsbrot ekki framið: "Ég hefði haldið að þeir töluðu af meiri virðingu um sitt framlag en að það væri barnagæsla." Að ósk Íslandsbanka fundar bankinn með Kennarasambandinu í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×