Innlent

Nýr formaður einkavæðingarnefndar

Jón Sveinsson, hæstaréttarlögmaður verður formaður einkavæðingarnefndar. Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag sagðist gera ráð fyrir því að Jón yrði formaður en hann hefur setið í nefndinni um árabil. Halldór sagði í gær að stærsta verkefni nefndarinnar væri sala Símans. "Við höfum ekki sett sölu Símans á ís," sagði Halldór Ásgrímsson, "ef svo væri þá hefði hún alltaf verið á ís. Ég mun reyna að setja aukinn kraft í þetta á næstunni." Aðspurður um hvort andvirði söluverðs yrði varið til að styrkja dreifikerfi , sagði Halldór: "Við höfum rætt um að nota ákveðinn hluta til að gera ákveðna hluti við dreifikerfið en það verður að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir í upphafi hvað það er því það er ekki hægt að selja fyrirtæki með einhverja óvissu og óskilgreindum skuldbindingum inn í framtíðina því það hefur svo mikil áhrif á markaðinn og það er það sem við erum að fara yfir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×