Innlent

Misskilningur hjá Kennarasambandi

Talsmenn Íslandsbanka og Sjóvá Almennra segja viðbrögð Kennarasambandsins við fyrirhuguðum heilsuskóla fyrir grunnskólabörn, ef til kennaraverkfalls kemur, koma á óvart og að þau hljóti að vera byggð á misskilningi. Fyrirtækin séu ekki aðilar að vinnudeilunni og þyki miður að vera dregin inn í þá umræðu. Talsmenn fyrirtækjanna segjast ekki sjá að starfsemi heilsuskólans feli í sér verkfallsbrot. Ekki hafi verið ráðnir kennarar til starfa og á engan hátt verði gengið í störf grunnskólakennara. Stofnað sé til heilsuskólans í því skyni að börn starfsfólks þessara fyrirtækja eigi sér samastað meðan á verkfalli stendur og foreldrar greiði fyrir gæslu barnanna á meðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×