Innlent

Davíð til Slóveníu

Davíð Oddsson, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í dag, fer til Slóveníu í boði forseta landsins 20. september. "Þetta er í raun áframhald á starfi mínu sem forsætisráðherra," sagði Davíð Oddson í gær."Forsetinn hringdi í mig og komst að því að ég væri á sjúkrahúsi og væri að gangast undir sömu nýrnaaðgerð og hann hefði gert nákvæmlega 5 árum fyrr, upp á dag. Hann vildi endilega að ég kæmi þótt ég yrði kominn í nýtt embætti." Davíð verður tíu daga í ferðinni. Hann upplýsti blaðamenn um heilsufar sitt við lok síðasta ríkisstjórnarfundar sem hann stýrði í gær og sagði að heilsan væri "upp og niður". Búast mætti þó við að októbermánuður yrði honum erfiður vegna næstu verkefna í læknismeðferðinni en þá verður utanríkisráðherranum verðandi gefið "geislavirkt joð". Davíð sagðist vonast til að ná fullum starfskröfum upp úr því. Davíð hefur sagt að varnarmálin verði helsta viðfangsefnið í utanríkisráðuneytinu og hefðu hann og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sammælst um að hittast á fundi og leysa þau mál þegar Davíð hefði náð fullri heilsu. "Powell sagðist alltaf hafa tíma til að hitta mig," sagði Davíð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×