Fólk er forsenda lífs í miðbænum 13. september 2004 00:01 Umræður um líf og dauða miðbæja stærri sveitarfélaga landsins hafa löngum verið vinsælar - og ekki af tilefnislausu. Með tilkomu verslanamiðstöðva hafa viðskipti, umferð og umsýsla flust að stóru leyti úr miðbæjunum og skilið þá eftir í hálfgerðu reiðileysi. Bæjaryfirvöld hafa oftar en ekki staðið ráðþrota gagnvart þróuninni en reynt að gera sitt, t.d. með því að opna fyrir umferð um einstaka götur og breyta akstursstefnum. Spurningin um hvort leyfa eigi umferð um Hafnarstrætið austanvert er t.d. með langlífustu deilumálum borgarstjórnar Reykjavíkur en síðustu ár hefur umferð þar verið bönnuð og heimiluð á víxl. Miðbær Akureyrar er sama marki brenndur. Hann hefur verið bitbein manna í mörg ár og eitt og annað verið gert. Hafnarstrætinu var breytt í göngugötu, göngugötunni var breytt í umferðargötu, rúntinum um Ráðhústorgið var lokað og grasið græna vék fyrir líflausum hellum. Um leið hætti fólk að hittast á torginu. Eftir áralangt dauðastríð miðbæjar Akureyrar ætla kraftmiklir menn að hefja lífgunartilraunir. Og raunar gott betur en það, þeir hyggjast byggja miðbæinn upp á ný og "koma Akureyri í öndvegi sem höfuðstað Norðurlands," svo vitnað sé í upplýsingar um áform þeirra. Íbúafjölgun er forsendan Ragnar Sverrisson, kaupmaður í herrafataversluninni JMJ, hefur farið fyrir hópi áhugasamra um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar. Hann er guðfaðir verkefnisins, ber af því hita og þunga, en hefur fengið aðra hagsmunaaðila og hugsjónafólk í lið með sér. Ragnar man vel þá tíð er miðbær Akureyrar iðaði af lífi. "Fólk bjó nær miðbænum og sótti alla þjónustu þangað. Síðan hefur byggðin færst langt út í Þorp og upp í Naustahverfið og fyrir vikið fer fólk síður í bæinn." Ragnar og félagar hafa skilgreint miðbæjarsvæðið á Akureyri frá Glerá í norðri, í Innbæinn í suðri og frá athafnasvæði Eimskips við Strandgötuna austanverða til Brekkunnar í vestri. Fólk er forsenda lífs í miðbænum og svo það megi skapast þarf að reisa íbúðarhúsnæði. "Á þetta stórmiðbæjarsvæði er hægt að koma um eitt þúsund íbúðum og í þeim munu búa þrjú til fjögur þúsund manns. Eitt leiðir svo af öðru, þegar íbúarnir eru komnir er kominn grundvöllur fyrir fleiri verslanir og aðra þjónustu." Ragnar bendir á að sparnaður fylgi því að byggja íbúðir á þessu gamalgróna svæði bæjarins, ekki þurfi t.d. að búa til nýjar götur og leggja klóak-, vatns- og rafmagnslagnir svo eitthvað sé nefnt. Á umræddu svæði er þegar talsverð byggð en mörg húsanna eru komin til ára sinna og standast illa kröfur nútímans, auk þess sem sum eru að nánast að hruni komin. Víða þarf að rýma fyrir nýbyggingum en annars staðar má gera gömul hús upp. Þá sér Ragnar fyrir sér að athafnasvæði Eimskips flytjist frá Strandgötunni og út í Krossanes, "og í staðinn komi bryggjuhverfi meðfram strandlengjunni." Það er því greinilegt að íbúðirnar geta orðið allra handa í nýjum miðbæ Akureyrar. Nýr miðbær eftir 15 ár Slæleg staða miðbæjarins á Akureyri er staðreynd og vitaskuld er einhver ábyrgur fyrir ástandinu. Ragnar Sverrisson er illfáanlegur til að hallmæla bæjaryfirvöldum síðustu áratuga og skella skuldinni á þau en segir þau þó eiga sinn þátt. "Bæjaryfirvöld alls staðar hafa gleymt miðbæjum, það er alveg á hreinu." Uppbyggingaráformin nú eru unnin í góðri samvinnu við yfirvöld og snemma var bæjarstjóri upplýstur um ráðabruggið. "Þegar við kynntum hugmyndir okkar fyrir Kristjáni Þór bæjarstjóra tók það hann eina mínútu að átta sig á að við værum ekki að fremja valdarán heldur væri þarna komið fólk sem vildi vinna fyrir bæinn sinn." Á orðunum má merkja að þungu hlassi, eins og uppbyggingu miðbæjar, verður ekki velt nema fyrir dugnað borgaranna. Bæjaryfirvöld geta veitt ýmiss konar aðstoð og ráð en driftin verður að koma frá fólkinu. Það er svo undir kjörnum fulltrúum komið hvort hugmyndirnar verða að veruleika. Laugardaginn 18. september verður haldið opið þing um miðbæinn þar sem öllum, Akureyringum og utanbæjarmönnum, gefst færi á að láta sínar hugmyndir og skoðanir í ljós. Notast verður við nýstárlegar aðferðir til að fá fram sjónarmið þátttakenda og vonast Ragnar eftir góðri þátttöku. "Ég gæli við að um fimm prósent bæjarbúa, um átta hundruð manns, komi og tjái sig," segir hann og bendir á að fagmenn á ýmsum sviðum muni aðstoða fólk á þinginu, leiða það í gegnum hlutina. "Svo ætla matvælafyrirtækin á Eyjafjarðarsvæðinu að gefa fólki að borða, þannig að enginn ætti að fara svangur heim," segir Ragnar og hlær enda matmaður mikill. Niðurstöður þingsins verða tíundaðar miðvikudaginn 22. september og svo leiðir eitt af öðru, útboð alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni, skiladagur hugmynda og úrslit kynnt. Í kjölfarið geta gröfurnar farið af stað og hver veit nema villtustu draumar Ragnars Sverrissonar og miklu fleira fólks um nýjan, fjölmennan og iðandi miðbæ verði ekki draumur eftir fimmtán ár heldur gallhörð staðreynd. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Umræður um líf og dauða miðbæja stærri sveitarfélaga landsins hafa löngum verið vinsælar - og ekki af tilefnislausu. Með tilkomu verslanamiðstöðva hafa viðskipti, umferð og umsýsla flust að stóru leyti úr miðbæjunum og skilið þá eftir í hálfgerðu reiðileysi. Bæjaryfirvöld hafa oftar en ekki staðið ráðþrota gagnvart þróuninni en reynt að gera sitt, t.d. með því að opna fyrir umferð um einstaka götur og breyta akstursstefnum. Spurningin um hvort leyfa eigi umferð um Hafnarstrætið austanvert er t.d. með langlífustu deilumálum borgarstjórnar Reykjavíkur en síðustu ár hefur umferð þar verið bönnuð og heimiluð á víxl. Miðbær Akureyrar er sama marki brenndur. Hann hefur verið bitbein manna í mörg ár og eitt og annað verið gert. Hafnarstrætinu var breytt í göngugötu, göngugötunni var breytt í umferðargötu, rúntinum um Ráðhústorgið var lokað og grasið græna vék fyrir líflausum hellum. Um leið hætti fólk að hittast á torginu. Eftir áralangt dauðastríð miðbæjar Akureyrar ætla kraftmiklir menn að hefja lífgunartilraunir. Og raunar gott betur en það, þeir hyggjast byggja miðbæinn upp á ný og "koma Akureyri í öndvegi sem höfuðstað Norðurlands," svo vitnað sé í upplýsingar um áform þeirra. Íbúafjölgun er forsendan Ragnar Sverrisson, kaupmaður í herrafataversluninni JMJ, hefur farið fyrir hópi áhugasamra um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar. Hann er guðfaðir verkefnisins, ber af því hita og þunga, en hefur fengið aðra hagsmunaaðila og hugsjónafólk í lið með sér. Ragnar man vel þá tíð er miðbær Akureyrar iðaði af lífi. "Fólk bjó nær miðbænum og sótti alla þjónustu þangað. Síðan hefur byggðin færst langt út í Þorp og upp í Naustahverfið og fyrir vikið fer fólk síður í bæinn." Ragnar og félagar hafa skilgreint miðbæjarsvæðið á Akureyri frá Glerá í norðri, í Innbæinn í suðri og frá athafnasvæði Eimskips við Strandgötuna austanverða til Brekkunnar í vestri. Fólk er forsenda lífs í miðbænum og svo það megi skapast þarf að reisa íbúðarhúsnæði. "Á þetta stórmiðbæjarsvæði er hægt að koma um eitt þúsund íbúðum og í þeim munu búa þrjú til fjögur þúsund manns. Eitt leiðir svo af öðru, þegar íbúarnir eru komnir er kominn grundvöllur fyrir fleiri verslanir og aðra þjónustu." Ragnar bendir á að sparnaður fylgi því að byggja íbúðir á þessu gamalgróna svæði bæjarins, ekki þurfi t.d. að búa til nýjar götur og leggja klóak-, vatns- og rafmagnslagnir svo eitthvað sé nefnt. Á umræddu svæði er þegar talsverð byggð en mörg húsanna eru komin til ára sinna og standast illa kröfur nútímans, auk þess sem sum eru að nánast að hruni komin. Víða þarf að rýma fyrir nýbyggingum en annars staðar má gera gömul hús upp. Þá sér Ragnar fyrir sér að athafnasvæði Eimskips flytjist frá Strandgötunni og út í Krossanes, "og í staðinn komi bryggjuhverfi meðfram strandlengjunni." Það er því greinilegt að íbúðirnar geta orðið allra handa í nýjum miðbæ Akureyrar. Nýr miðbær eftir 15 ár Slæleg staða miðbæjarins á Akureyri er staðreynd og vitaskuld er einhver ábyrgur fyrir ástandinu. Ragnar Sverrisson er illfáanlegur til að hallmæla bæjaryfirvöldum síðustu áratuga og skella skuldinni á þau en segir þau þó eiga sinn þátt. "Bæjaryfirvöld alls staðar hafa gleymt miðbæjum, það er alveg á hreinu." Uppbyggingaráformin nú eru unnin í góðri samvinnu við yfirvöld og snemma var bæjarstjóri upplýstur um ráðabruggið. "Þegar við kynntum hugmyndir okkar fyrir Kristjáni Þór bæjarstjóra tók það hann eina mínútu að átta sig á að við værum ekki að fremja valdarán heldur væri þarna komið fólk sem vildi vinna fyrir bæinn sinn." Á orðunum má merkja að þungu hlassi, eins og uppbyggingu miðbæjar, verður ekki velt nema fyrir dugnað borgaranna. Bæjaryfirvöld geta veitt ýmiss konar aðstoð og ráð en driftin verður að koma frá fólkinu. Það er svo undir kjörnum fulltrúum komið hvort hugmyndirnar verða að veruleika. Laugardaginn 18. september verður haldið opið þing um miðbæinn þar sem öllum, Akureyringum og utanbæjarmönnum, gefst færi á að láta sínar hugmyndir og skoðanir í ljós. Notast verður við nýstárlegar aðferðir til að fá fram sjónarmið þátttakenda og vonast Ragnar eftir góðri þátttöku. "Ég gæli við að um fimm prósent bæjarbúa, um átta hundruð manns, komi og tjái sig," segir hann og bendir á að fagmenn á ýmsum sviðum muni aðstoða fólk á þinginu, leiða það í gegnum hlutina. "Svo ætla matvælafyrirtækin á Eyjafjarðarsvæðinu að gefa fólki að borða, þannig að enginn ætti að fara svangur heim," segir Ragnar og hlær enda matmaður mikill. Niðurstöður þingsins verða tíundaðar miðvikudaginn 22. september og svo leiðir eitt af öðru, útboð alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni, skiladagur hugmynda og úrslit kynnt. Í kjölfarið geta gröfurnar farið af stað og hver veit nema villtustu draumar Ragnars Sverrissonar og miklu fleira fólks um nýjan, fjölmennan og iðandi miðbæ verði ekki draumur eftir fimmtán ár heldur gallhörð staðreynd.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira