Innlent

Tölvupóstsstríð í fyrirtækjum

Tölvupóstur er orðinn eitt skæðasta vopnið í valdabaráttu innan fyrirtækja, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Monash háskólanum í Ástralíu. Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig starfsmenn fyrirtækja nota þessa algengu samskiptaleið en starfsmenn þriggja stórfyrirtækja á mismunandi sviðum voru undir smásjá vísindamanna. Í ljós kom m.a. að tölvupósturinn er notaður til að kynda undir neikvæðni, starfsmenn geyma t.d. tölvupóst sem sagður er sendendum til vansa í því skyni að geta gripið í hann sem vopn síðar gegn viðkomandi starfsmanni. Ennfremur sýndi rannsóknin að fólk, jafnvel í sama herbergi, notar oft tölvupóst til að varpa fram spurningum eða láta í ljós áhyggjur í stað þess að ræða málin augliti til auglitis. Prófessorinn sem stýrði rannsókninni segir að afleiðingin birtist tölvupóstsstríði. Heimild: taeknival.is


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×