Fleiri fréttir

Atvinnuleysi stendur í stað

Um tvö komma níu prósent landsmanna voru atvinnulaus í ágúst sem er jafn hátt hlutfall og á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt virðist því ekki draga úr atvinnuleysi.

9 kílómetra vegur við Sandgerði

Vegagerðin ætlar að leggja níu kílómetra langan veg milli Garðskagavegar og Hafnarvegar. Garðskagavegur endar nú við Stafnes um átta kílómetrum sunnan við Sandgerði.

Í fangelsi fyrir ósiðleg símtöl

Rúmlega fertugur maður fékk þriggja mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir að áreita tvær ungar stúlkur í síma með klúryrðum og klámi. Alls hringdi maðurinn áttatíu og níu sinnum á rúmlega þriggja mánaða tímabili í aðra stúlkuna og átta sinnum í hina. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. </font />

Hófdrykkja á meðgöngu ekki til

Verðandi mæður eiga ekki að dreypa á áfengi á meðgöngu sinni. Jafnvel minnsta áfengisneysla móður á meðgöngu getur orðið til þess að börn þrói með sér hegðunarvandamál þegar þau eldast. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu sérfræðinga um áhrif áfengis á fóstur í móðurkviði

Veggfóðrað með peningum

Nýstárlegt veggfóður prýðir útvegg Þingholtstrætis 3. Á því eru fimm hundruð tuttugu og átta myndir af Benedikti Sveinssyni á alvöru þúsund króna seðlum. Það eru forsvarsmenn fasteignafélagsins Eikar sem vilja með þessu vekja athygli á sér og telja frumlegri leið en að kaupa auglýsingar í fjölmiðlum.

Umdeilt skipulag komið í nefnd

Rúmlega 160 manns undirrituðu mótmælaskjal gegn deiliskipulagi Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Þá höfðu nítján aðrar skriflegar athugasemdir borist bæjarskrifstofunum á föstudag þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út.

Tafir vegna fjárhagserfiðleika

Framkvæmdir við íþróttamannvirki í Salahverfi í Kópavogi hafa tafist um meira en ár vegna fjárhagserfiðleika aðalverktakans. Nokkrar beiðnir um að verktakafyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta liggja fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtækið tapaði stórfé á því að byggja Barnaspítala Hringsins.

Deila öryrkja og stjórnvalda

Öryrkjabandalagið, heilbrigðisráðherra og stjórnarandstaðan eru sammála um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið að fullu við samkomulag við öryrkja um hækkun örorkubóta. Forystumenn stjórnarflokkanna segja hins vegar að staðið hafi verið við samkomulagið.

Pokapeningar í Gullfoss

Fimmtán krónurnar sem landsmenn greiða fyrir hvern plastpoka í verslunum fara að hluta í Gullfoss, samkvæmt tillögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Formaður Pokasjóðs og forstjóri ÁTVR afhentu Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra nú síðdegis fjórar milljónir króna

Heilsuskóli Sjóvá og Íslandsbanka

Íslandsbanki og Sjóvá - Almennar hafa skipulagt skólahald fyrir börn starfsmanna, komi til verkfalls grunnskólakennara, sem hefjast á eftir viku og fáir virðast hafa trú á að hægt verði að afstýra.

Fréttablaðið styrkir sig í sessi

Sjö af hverjum tíu landsmönnum lesa Fréttablaðið á hverjum degi. Blaðið er sá fjölmiðill sem flestir nota. Lestur Fréttablaðsins á landsbyggðinni hefur aukist. </font /></b />

Valgerður segir gjald í lagi

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telur að viðskiptabönkunum sé heimilt að taka gjald fyrir uppgreiðslu nýju fasteignalánanna. Gjaldið megi hins vegar ekki vera hærra en sem nemur kostnaði bankanna. ASÍ hyggst senda kæru til Samkeppnisstofnunar vegna málsins á næstu dögum.

Ísjaki til Parísar

Íslendingar geta, þora og vilja, segir Sigríður Snævarr, sendiherra í París, og vonast til að innan tíðar verði þessi staðreynd öllum Frökkum ljós. Þar bindur hún vonir við árangur af umfangsmestu kynningu á Íslandi til þessa, þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem hefst í París í lok mánaðarins.

Hestamannaþorp í Holtum

Rangæingar vonast til að fá hestamenn til að flytja af mölinni og út í sveitina í sérstakt hestamannaþorp sem verið er að skipuleggja í Holtum.

Vélar og þjónusta keyrt í þrot

Fyrirtækið Vélar og þjónusta sem seldi landbúnaðarvélar er gjaldþrota. Allir 39 starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið vinnu hjá nýstofnuðu fyrirtæki í eigu sömu fjölskyldu; Vélar og þjónusta ehf. KB banki vildi ráða starfsmennina til sín til að hámarka rekstrarvirði félagsins fyrir uppgjör þess.

Daggæsla ekki verkfallsbrot

Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar tryggingar bjóða börnum starfsfólks síns í Heilsuskóla komi til verkfalls kennara, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Um 40 börn hafa verið skráð í skólann og verður áherslan lögð á leiki, hreyfingu og list.

Túnfiskveiðar í vísindaskyni

Fimm japönsk túnfiskveiðiskip hafa veitt innan landhelgi Íslands í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina í ár. Í athugun er gegnd fisksins á Íslandsmiðum og veiðanleiki.

Leigja fermetrann á þúsund krónur

Á Reyðarfirði hefur leiguverð á íbúðum hækkað eftir að framkvæmdir við álverið og gangagerð hófust. Heimamenn ræða um að verktakafyrirtækið Bechtel, sem reisir álver Alcoa, óski eftir húsnæði til leigu á 1.000 til 1.100 krónur á fermetra.

Rjúpan á válista

Ítarleg endurskoðun og túlkun á fyrirliggjandi gögnum um rjúpnastofninn sem gerð var af Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við Reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskólans staðfestir að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu.

Réttar skýrslur hagur veiðimanna

;Á síðasta ári skiluðu nokkrir veiðimenn inn vitlausum veiðiskýrslum til hefna sín og lýsa reiði sinni á rjúpnaveiðibanninu," segir Arnór Þórir Sigfússon, hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem er bæði fuglafræðingur og skotveiðimaður. Hann hvetur veiðimenn til að skila inn réttum skýrslum.

Rannsókn að mestu lokið

Lögreglumennirnir tveir, sem rúmlega þrítugur maður lést í höndunum á í síðustu viku, höfðu réttarstöðu grunaðra þegar þeir voru yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík, sem sér um málið.

Báðir hafa játað

Salvar Halldór Björnsson, sem ákærður er ásamt Sigurjóni Gunnsteinssyni fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni, játaði við fyrirtöku málsins í gær að hafa flutt inn þau 166 grömm af kókaíni sem fundust innvortis í honum. Sigurjón og Salvar voru teknir með efnin á Keflavíkurflugvelli annan desember á síðasta ári.

Bættar greiningaraðferðir riðu

Yfirdýralæknisembættið tekur í næsta mánuði upp nýjar aðferðir í baráttunni við sauðfjárriðu. Beitt verður nýrri aðferð við sýnatöku í sláturhúsi og sýnin send fyrst í stað til útlanda til frekari greiningar. Á næsta ári er svo vonast til að sinna megi greiningunni hér heima líka.

Sölu Símans skotið á frest

Í síðustu viku var útlit fyrir að einkavæðingu Símans yrði hrundið af stað nú þegar. Nú er málið komið í biðstöðu á ný. Framsóknarmenn vilja öflugt dreifikerfi. Sjálfstæðismenn vilja gott verð.

Síminn ekki seldur með hraði

Davíð Oddsson segir forsætisráðherraskipti tefja sölu Símans en áfram sé stefnt að því að ljúka henni fyrir lok kjörtímabilsins. Á morgun tekur hann við starfi utanríkisráðherra og segist kveðja miðbæinn og Kvosina með trega enda fari hann í fyrsta skipti á starfsævinni úr miðbænum "upp í sveit". 

Geir leysir Davíð af

Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytur ræðu Davíðs Oddssonar, verðandi utanríkisráðherra, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Davíð Oddsson sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann og Halldór Ásgrímsson myndu leysa hvorn annan af hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir stólaskipti þeirra í ríkisstjórn.

Deiliskipulag komið í nefnd

Rúmlega 160 manns undirrituðu mótmælaskjal gegn deiliskipulagi Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Þá höfðu nítján aðrar skriflegar athugasemdir borist bæjarskrifstofunum á föstudag þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út.

Eldur í blokkaríbúð í nótt

Eldur kviknaði í blokkaríbúð við Álfaskeið í nótt. Eldurinn náði ekki að breiðast út og greiðlega gekk að slökkva hann. Húsráðandi, kona á miðjum aldri, var flutt á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Hún fékk að fara heim að lokinni skoðun. </font />

Kertalogi læsti sig í gardínu

Kona var flutt á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í blokkaríbúð í Hafnarfirði í nótt. Hún fékk að fara heim að lokinni skoðun. Eldurinn kviknaði eftir að kertalogi læsti sig í gardínu. Slökkvistarf gekk vel en íbúðin er talsvert skemmd.

Villtust við Heklu

Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út á öðrum tímanum í nótt eftir að tveir menn um tvítugt sem höfðu gengið á Heklu fyrr um daginn óskuðu aðstoðar við að komast til baka að bíl sínum. Mennirnir höfðu lagt á Heklu um klukkan tvö í gærdag og áætluðu að vera komnir til baka áður en myrkur skylli á.

Lítið miðar í viðræðunum

Lítið miðar í samningvaviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaganna, þrátt fyrir fundalotur í húsakynnum ríkissáttasemjara síðustu daga. Deilendur eru enn í því ferli að fara yfir málin og engin tilboð hafa verið lögð fram. Takist samningar ekki skellur á verkfall í grunnskólunum þann 20. september, eftir rúma viku.

Togbátur fékk trollið í skrúfuna

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, var með 230 tonna togbát í togi um 6 sjómílur vestan við Sandgerði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Togbáturinn fékk trollið í skrúfuna í nótt þegar hann var staddur sextán sjómílur vestan við Sandgerði að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarskip dró netabát að landi

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallað út í morgun eftir að ellefu brúttólesta netabátur varð vélarvana um eina sjómílu fyrir utan innsiglinguna við Grindavík. Björgunarskipið var komið að netabátnum um tíu mínútum eftir að aðstoðar var óskað og dró hann aftur til hafnar. Komið er í ljós að gírinn hafði bilað.

Stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi geti fylgt í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafa þegar hrundið af stað verulegri uppbyggingu í þeim fjórðungi.

Ekki öll von úti

Ríkissáttasemjari segir enga hreyfingu komna á samninga við grunnskólakennara en ekki sé öll von úti, þótt aðeins sé vika í boðað verkfall. Aðilar sitji við samningaborðið og hittist hjá honum síðar í dag.

Náðu 5. sæti á alþjóðlegu móti

Íslendingar hafa vakið á sér athygli erlendis fyrir frábæra frammistöðu í óhefðbundinni íþróttagrein, litbolta, sem vex þó fiskur um hrygg. Leikurinn felst í því að skjóta kúlum með málningu í andstæðingana og verða fyrri til að ná fána og koma honum í vígi mótherjanna.

50% afsláttur af hótelgistingu

SPRON og Hotel Express International skrifuðu undir fimm ára samstarfssamning í dag. Samningurinn felst í því að viðskiptavinum SPRON stendur til boða afsláttarkort Hotel Express International sem tryggir handhöfum 50 prósenta afslátt af hótelgistingu í 135 löndum.

Skáru trollið úr skrúfunni

Kafarar á björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði, luku um hádegi við að skera úr skrúfunni á 230 tonna togbáti sem flæktist í trolli um sextán sjómílur vestur af Sandgerði.

Maður féll úr stiga

Maður féll í stiga í Njarðvík í dag og var hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. Maðurinn var að klæða svefnloft í sumarbústað sem er í smíðum við Njarðarbrautina í Njarðvík þegar hann féll niður úr stiganum. Hann kvartaði yfir verkjum í baki, öxlum og hálsi og var því fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.</font />

Tveir með skurði á höfði

Á fimmta tímanum í nótt voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með skurði á höfði að sögn Víkurfrétta. Annar þeirra hafði verið sleginn í andlitið á skemmtistað í Keflavík og var saumaður skurður á vör. Hinn hafði dottið í heimahúsi í Njarðvík og fengið skurð á höfuðið sem sauma þurfti.

Skaftafellsþjóðgarður stækkaður

Umhverfisráðherra kynnti á opnum fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli í dag áætlun um stækkun þjóðgarðsins. Siv Friðleifsdóttur tókst ætlunarverk sitt, að sigla verkefninu í höfn áður en hún hættir sem ráðherra.

Vika í verkfall

Engin hreyfing er komin á samninga grunnskólakennara og sveitarfélaganna en vika er í boðað verkfall. Líkt og síðustu daga hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara um helgina, án teljandi árangurs.

Lögregluskýrslan tilbúin

"Skýrslan er tilbúin á borði mínu og nú er ég að vega og meta næstu skref í málinu," segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, en lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á tildrögum banaslyssins sem varð í Hafrahvammagljúfrum í mars.

Rækjuveiðimenn hlunnfarnir

Stofn innfjarðarrækju í Húnaflóa er hruninn og þær útgerðir sem enn standa og gerðu út á þær veiðar berjast í bökkum. Útgerðarmenn telja sig hlunnfarna og mæta engum skilningi hjá Sjávarútvegsráðuneytinu. </font /></b />

Ríkið vinni að dreifikerfinu

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir afstöðu framsóknarmanna skýra varðandi uppsetningu dreifikerfis um land allt. Jafnvel komi til greina að ríkið vinni að uppbyggingu slíks kerfis, þótt Síminn verði kominn úr eigu þess.

Sjá næstu 50 fréttir