Innlent

Áróður dreginn til baka

Umhverfisverndarsamtökin Monteray Bay Aquarium ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðingar samtakanna sem birtust í bæklingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. Þar voru þeir hvattir til að leggja sér ekki íslenskan þorsk til munns. Bæklingnum var dreift í rúmlega tveimur milljónum eintaka í matvöruverslanir, veitingastaði, skóla og fyrirtæki í matvæla- og fiskiðnaði. Utanríkisráðuneytið hvatti samtökin til að afturkalla bæklinginn eða leiðrétta rangfærslur sem fram komu í honum. Þau hafa nú orðið við þeirri beiðni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×