Fleiri fréttir Fjórar athugasemdir komnar Fjórar athugasemdir hafa borist bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags við Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Frestur til að skila athugasemdum rennur út í byrjun september. Við Suðurströnd á að byggja blokkir þar sem nú er íþróttavöllur og hefur það mætt nokkurri andstöðu. 25.8.2004 00:01 Situr að verkefnum borgarinnar Vélamiðstöðin ehf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hefur fengið verkefni fyrir 350 milljónir króna hjá borginni án þess að verkefnin hafi verið boðin út. Ójafn leikur, segja einkaðilar sem eiga í samkeppni við Vélamiðstöðina.</font /></b /> 25.8.2004 00:01 Vinnur betur með Windows Friðrik Skúlason hefur gefið út nýja útgáfu af vírusvarnaforritinu Lykla-Pétri sem vinnur með uppfærðri útgáfu Windows XP. Útgáfan tekur mið af breytingum sem orðið hafa á stýrikerfi Windows með nýjustu hugbúnaðarviðbót Microsoft, Service Pack 2 (SP2) og vinnur með nýrri öryggismiðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center). 25.8.2004 00:01 Árni Ragnar borinn til grafar Árni Ragnar Árnason alþingismaður var borinn til grafar frá Keflavíkurkirkju í dag. Séra Ólafur Oddur Jónsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsungu. 25.8.2004 00:01 Spurlock við frumsýningu Morgan Spurlock var nær dauða en lífi eftir að hafa lifað eingöngu á McDonalds-hamborgurum í heilan mánuð í fyrra. Hann segir að reynsla sín hafi orðið til að ýta við fólki og það hugsi meira en áður um hvað það setur ofan í sig og börn sín. 25.8.2004 00:01 Telja kostnaðinn landsbyggðarskatt Reykjavíkurborg þarf ekki að borga löggæslukostnað vegna Menningarnætur, en aukakostnaður lögreglunnar var tæplega ein milljón króna. Þeir sem halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þurfa hins vegar að borga allan löggæslukostnað sem er yfir þrjár milljónir króna. Eyjamenn kalla þetta landsbyggðarskatt 25.8.2004 00:01 Sala eykst við heimsókn Clintons Ákvörðun Bills Clintons um að kaupa sér pylsu á Bæjarins bestu í gær er sennilega besta auglýsing sem sá staður hefur fengið enda nýtir hann sér athyglina með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag ásamt SS, sem framleiddi sinnepið. 25.8.2004 00:01 Stórfundur Framsóknarkvenna Framsóknarkonur krefjast aðgerða til að rétta hlut kvenna í flokknum. Um hundrað Framsóknarmenn funda nú um stöðu kvenna í flokknum. Fundurinn ber yfirskriftina, Aftur til fortíðar, við mótmælum allar. Framsóknarkonur boðuðu til þessa fundar eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn frá og með 15. september. 25.8.2004 00:01 Leitað vegna neyðarkalls Björgunarsveitir á Snæfellsnesi leituðu í gær ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar að báti í nágrenni Höskuldseyjar á Breiðafirði vegna neyðarsendingar sem barst Tilkynningaskyldunni. Ekki reyndist vera um neyðarkall að ræða heldur höfðu merki sloppið út af neyðarsendi Skipavíkur í Stykkishólmi. 25.8.2004 00:01 Vélhjólamaður kærir lögreglumann Vélhjólamaður hefur kært lögreglumann í Reykjavík fyrir að hafa stofnað lífi sínu og limum í hættu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður vélhjólamannsins, segir lögregluna hafa farið yfir á öfugan vegarhelming til að stöðva vélhjólamanninn sem kom á móti lögreglubílnum á Ægisíðunni. 25.8.2004 00:01 Dagvist fatlaðra tryggð Það er rétt að félagsmálaráðherra tjáði mér að ráðuneytið hyggðist greiða það sem á vantar," segir Gerður Árnadóttir, formaður foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt var í borgarráði í gær að greiða 10,5 milljónir króna til að standa undir helmingi þess kostnaðar sem dagvistun fatlaðra barna í skólanum kostar. 25.8.2004 00:01 Vill bæta störf Hæstaréttar Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína. 25.8.2004 00:01 Korpúlfsstaðir hugsanlega seldir Þegar nýr Korpuskóli tekur til starfa losnar um pláss á Korpúlfsstöðum þar sem skólinn hefur verið með starfsemi sína. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að ekkert hafi verið rætt um það innan borgarstjórnar hvað verði gert við Korpúlfsstaði. Menn hljóti að skoða þann möguleika að selja húsið ef gott verð fáist fyrir það. 25.8.2004 00:01 Vilja konu í ráðherrastól "Framsóknarkonur vilja fljótlega sjá breytingu í æðstu stöðum flokksins verði hlutur kvenna fyrir borð borinn," segir Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Rúmlega 130 framsóknarmenn mættu á fund Landssambandsins til að mótmæla bakslagi í jafnréttismálum flokksins. 25.8.2004 00:01 Slasaðist illa í bílveltu Franskur ferðamaður slasaðist illa í bílveltu á Laxárdalsheiði seint í gærkvöldi að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt að minnsta kosti tvær veltur utan vegar. 24.8.2004 00:01 Krefjast þess að Siv haldi áfram Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september. 24.8.2004 00:01 Eldur í íbúðahúsi á Sauðárkróki Eldur kom upp í íbúðahúsi á Sauðárkróki um áttaleytið í morgun. Slökkviliðið hefur náð að slökkva eldinn en er þó enn að störfum. Húsið er járnslegið timburhús og er ljóst að það er mikið skemmt af völdum brunans. Engan sakaði og er ekki ljóst hvernig eldurinn kom upp. 24.8.2004 00:01 Clinton ræddi við fréttamenn Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir árásir repúblikana á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, þar sem því er haldið fram að Kerry hafi logið til um afrek sín í Víetnam-stríðinu, dæmigerðar fyrir repúblikana og hvernig þeir beita lygum í kosningabaráttunni. 24.8.2004 00:01 Sameining á Héraði staðfest Félagsmálaráðurneytið hefur staðfest sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú þegar hafið vinnu við þau fjölmörgu verkefni sem snúa að sameiningunni en ný sveitarstjórn mun taka við völdum 1. nóvember næstkomandi að því er segir í frétttatilkynningu. 24.8.2004 00:01 Nefndin kynnir sér orkulindir Bandarísk sendinefnd, undir forystu Johns McCains öldungadeildarþingmanns, kom til landsins í morgun til þess að kynna sér umhverfisvænar orkulindir. Meðal þingmannanna er einnig Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York og eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 24.8.2004 00:01 Lögreglan varar við tölvupósti Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra varar fólk við að senda svokölluð pin-númer kredit- eða debetkorta með tölvupósti. Embættinu hafa að undanförnu borist upplýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hafa fengið tölvupóst sem ber það með sér að vera frá Citibank. 24.8.2004 00:01 Clinton á Þingvöllum Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú á Þingvöllum en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan níu í morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur fylgt honum frá komunni til landsins og segir ýmsar tilfæringar eiga sér stað á dagskránni. 24.8.2004 00:01 Ákvörðuninni ekki breytt Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september. 24.8.2004 00:01 Marco svarar Jóni Baldvini Ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, sem á í forræðisdeilu við Snæfríði Baldvinsdóttur, hyggst svara Morgunblaðsgrein Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, foreldra Snæfríðar, í vikunni. 24.8.2004 00:01 Færri skordýr en áður í sumar Mun færri geitungar og önnur skordýr eru á sveimi á höfuðborgarsvæðinu en venja er á þessum árstíma. Það kann að hljóma undarlega, en á sama tíma og hvert hitametið féll á eftir öðru í sumar virðist sem geitungar og ýmis önnur skordýr hafi nánast gufað upp í veðurblíðunni. 24.8.2004 00:01 Hlutverk sjóðsins endurskoðað? Ef viðskiptabankar geta boðið lán til íbúðakaupa á betri kjörum en Íbúðalánasjóður ber stjórnvöldum að endurskoða hlutverk hans. Þetta segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sem telur ekki komið að endalokunum enn þrátt fyrir útspil KB banka í gær. 24.8.2004 00:01 Clinton á gangi um miðbæinn Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór á Þingvelli fyrir hádegi og fékk leiðsögn Sigurðar Líndal prófessors. Síðar í dag mun hann hitta forsætisráðherra, forseta Íslands og utanríkisráðherra. Clinton segir íslensku ráðamennina ráða umræðuefninu. 24.8.2004 00:01 Íslenskur sendiherra í Makedóníu Stefán Skjaldarson sendiherra afhenti í dag forseta Makedóníu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Makedóníu með búsetu í Ósló. Í samtali þeirra kom fram að Makedónía leggur ofuráherslu á aðild sína að NATO og Evrópusambandinu. 24.8.2004 00:01 SPRON býður sömu kjör og KB banki SPRON hyggst bjóða íbúðalán sem bera 4,4% vexti líkt og KB banki hefur ákveðið að gera og kynnti í gær. Í tilkynningu frá SPRON segir að viðskiptavinir, sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu sparisjóðsins, geti lækkað vaxtagreiðslur sínar enn frekar þar sem skilvísir lántakendur fái endurgreiðslu á hluta greiddra vaxta. 24.8.2004 00:01 Kerfinu ekki breytt Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða. 24.8.2004 00:01 Stendur ekki til að breyta Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða. 24.8.2004 00:01 Stjórnin deilir um skattalækkun Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. 24.8.2004 00:01 Mæðgin sluppu úr eldsvoða Gamalt íbúðarhús við Sævarstíg á Sauðárkróki skemmdist talsvert í eldi í morgun. Mæðgin sem voru í viðbyggingu sakaði ekki. Vegfarandi kallaði á slökkvilið rétt klukkan rúmlega átta og að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar málið. 24.8.2004 00:01 Bakslag í jafnrétti ásættanlegt Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir bakslag í jafnréttismálum Framsóknarflokksins, við fráhvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr stóli umhverfisráðherra, ásættanlegt því það sé tímabundið. 24.8.2004 00:01 Kjaradeila kennara óleyst Fámennur vinnuhópur kennara og launanefndar sveitarfélaganna áttu gagnlegt spjall í húsakynnum Kennarasambandsins í gær. Deilendur hittast aftur í dag. Rætt hefur verið um vinnutíma og verkefnastjórnun. 24.8.2004 00:01 Fullkomin útsendingargæði Sjónvarpsstöðvar Íslenska útvarpsfélagsins senda út stafrænt frá 1. nóvember. Það er bylting í sjónvarpsútsendingum á Íslandi, segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarpsstjóri félagsins og forstjóri Norðurljósa. Breytingarnar kosti fyrirtækið um 400 milljónir. 24.8.2004 00:01 Heilsa Davíðs batnaði stórlega Clinton-hjónin heimsóttu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríði eiginkonu hans á heimili þeirra í Skerjafirði síðdegis. Davíð sagði heimsóknina hafa verið svo skemmtilega að heilsan hefði batnað stórlega. Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður lofaði efnahagsstefnu Davíðs sérstaklega. 24.8.2004 00:01 Lögreglan stórslasaði lögfræðinema Lögfræðineminn Páll Heiðar Halldórsson hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaður ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Pál Heiðar sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. 24.8.2004 00:01 Borgin beggja vegna borðsins Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar er meðal fyrirtækja sem bjóða í gámaleigu, flutning og losun fyrir þrjár endurvinnslustöðvar Sorpu en tilboðin verða kynnt í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á Vélamiðstöðin ehf. lægsta tilboð í verkið fyrir eina af endurvinnslustöðvunum. 24.8.2004 00:01 Borgin greiðir helming Borgarráð samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nema við Öskjuhlíðarskóla í þeirri trú að Félagsmálaráðuneytið leggði fram helming á móti borginni. Um 10.5 milljónir króna er að ræða en rekstarkostnaður allt skólaárið nemur 21 milljón. 24.8.2004 00:01 Clinton á ferðinni Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í einkaheimsókn hér á landi. Hann fór víða í dag, skoðaði sig um á Þingvöllum, hitti fólk á förnum vegi, ræddi við ráðamenn og fékk sér pylsu á Bæjarins bestu. 24.8.2004 00:01 Mikil samkeppni á íbúðalánamarkaði Viðskiptabankarnir eru komnir í mikla samkeppni á íbúðalánamarkaði eftir að KB banki bauð áður óþekkt kjör í gær. Hlutverk Íbúðalánasjóðs verður líklega endurskoðað, haldi þróun á markaðnum áfram í sömu átt, segir forstjóri sjóðsins. Formaður Félags fasteignasala fagnar nýjungunum og segir að Ísland hafi hoppað inn í nútímann. 24.8.2004 00:01 Framalausar framsóknarkonur? Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. 24.8.2004 00:01 Varnarliðið verði áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum. 24.8.2004 00:01 Dáist að orkunýtingu Íslendinga Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður segir að áhersla Íslendinga á hreina og endurnýjanlega orku sé aðdáunarverð. Hún vonast eftir náinni samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á því sviði. 24.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórar athugasemdir komnar Fjórar athugasemdir hafa borist bæjaryfirvöldum á Seltjarnarnesi vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags við Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Frestur til að skila athugasemdum rennur út í byrjun september. Við Suðurströnd á að byggja blokkir þar sem nú er íþróttavöllur og hefur það mætt nokkurri andstöðu. 25.8.2004 00:01
Situr að verkefnum borgarinnar Vélamiðstöðin ehf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hefur fengið verkefni fyrir 350 milljónir króna hjá borginni án þess að verkefnin hafi verið boðin út. Ójafn leikur, segja einkaðilar sem eiga í samkeppni við Vélamiðstöðina.</font /></b /> 25.8.2004 00:01
Vinnur betur með Windows Friðrik Skúlason hefur gefið út nýja útgáfu af vírusvarnaforritinu Lykla-Pétri sem vinnur með uppfærðri útgáfu Windows XP. Útgáfan tekur mið af breytingum sem orðið hafa á stýrikerfi Windows með nýjustu hugbúnaðarviðbót Microsoft, Service Pack 2 (SP2) og vinnur með nýrri öryggismiðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center). 25.8.2004 00:01
Árni Ragnar borinn til grafar Árni Ragnar Árnason alþingismaður var borinn til grafar frá Keflavíkurkirkju í dag. Séra Ólafur Oddur Jónsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsungu. 25.8.2004 00:01
Spurlock við frumsýningu Morgan Spurlock var nær dauða en lífi eftir að hafa lifað eingöngu á McDonalds-hamborgurum í heilan mánuð í fyrra. Hann segir að reynsla sín hafi orðið til að ýta við fólki og það hugsi meira en áður um hvað það setur ofan í sig og börn sín. 25.8.2004 00:01
Telja kostnaðinn landsbyggðarskatt Reykjavíkurborg þarf ekki að borga löggæslukostnað vegna Menningarnætur, en aukakostnaður lögreglunnar var tæplega ein milljón króna. Þeir sem halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þurfa hins vegar að borga allan löggæslukostnað sem er yfir þrjár milljónir króna. Eyjamenn kalla þetta landsbyggðarskatt 25.8.2004 00:01
Sala eykst við heimsókn Clintons Ákvörðun Bills Clintons um að kaupa sér pylsu á Bæjarins bestu í gær er sennilega besta auglýsing sem sá staður hefur fengið enda nýtir hann sér athyglina með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag ásamt SS, sem framleiddi sinnepið. 25.8.2004 00:01
Stórfundur Framsóknarkvenna Framsóknarkonur krefjast aðgerða til að rétta hlut kvenna í flokknum. Um hundrað Framsóknarmenn funda nú um stöðu kvenna í flokknum. Fundurinn ber yfirskriftina, Aftur til fortíðar, við mótmælum allar. Framsóknarkonur boðuðu til þessa fundar eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn frá og með 15. september. 25.8.2004 00:01
Leitað vegna neyðarkalls Björgunarsveitir á Snæfellsnesi leituðu í gær ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar að báti í nágrenni Höskuldseyjar á Breiðafirði vegna neyðarsendingar sem barst Tilkynningaskyldunni. Ekki reyndist vera um neyðarkall að ræða heldur höfðu merki sloppið út af neyðarsendi Skipavíkur í Stykkishólmi. 25.8.2004 00:01
Vélhjólamaður kærir lögreglumann Vélhjólamaður hefur kært lögreglumann í Reykjavík fyrir að hafa stofnað lífi sínu og limum í hættu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður vélhjólamannsins, segir lögregluna hafa farið yfir á öfugan vegarhelming til að stöðva vélhjólamanninn sem kom á móti lögreglubílnum á Ægisíðunni. 25.8.2004 00:01
Dagvist fatlaðra tryggð Það er rétt að félagsmálaráðherra tjáði mér að ráðuneytið hyggðist greiða það sem á vantar," segir Gerður Árnadóttir, formaður foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt var í borgarráði í gær að greiða 10,5 milljónir króna til að standa undir helmingi þess kostnaðar sem dagvistun fatlaðra barna í skólanum kostar. 25.8.2004 00:01
Vill bæta störf Hæstaréttar Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína. 25.8.2004 00:01
Korpúlfsstaðir hugsanlega seldir Þegar nýr Korpuskóli tekur til starfa losnar um pláss á Korpúlfsstöðum þar sem skólinn hefur verið með starfsemi sína. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að ekkert hafi verið rætt um það innan borgarstjórnar hvað verði gert við Korpúlfsstaði. Menn hljóti að skoða þann möguleika að selja húsið ef gott verð fáist fyrir það. 25.8.2004 00:01
Vilja konu í ráðherrastól "Framsóknarkonur vilja fljótlega sjá breytingu í æðstu stöðum flokksins verði hlutur kvenna fyrir borð borinn," segir Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Rúmlega 130 framsóknarmenn mættu á fund Landssambandsins til að mótmæla bakslagi í jafnréttismálum flokksins. 25.8.2004 00:01
Slasaðist illa í bílveltu Franskur ferðamaður slasaðist illa í bílveltu á Laxárdalsheiði seint í gærkvöldi að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt að minnsta kosti tvær veltur utan vegar. 24.8.2004 00:01
Krefjast þess að Siv haldi áfram Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september. 24.8.2004 00:01
Eldur í íbúðahúsi á Sauðárkróki Eldur kom upp í íbúðahúsi á Sauðárkróki um áttaleytið í morgun. Slökkviliðið hefur náð að slökkva eldinn en er þó enn að störfum. Húsið er járnslegið timburhús og er ljóst að það er mikið skemmt af völdum brunans. Engan sakaði og er ekki ljóst hvernig eldurinn kom upp. 24.8.2004 00:01
Clinton ræddi við fréttamenn Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir árásir repúblikana á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, þar sem því er haldið fram að Kerry hafi logið til um afrek sín í Víetnam-stríðinu, dæmigerðar fyrir repúblikana og hvernig þeir beita lygum í kosningabaráttunni. 24.8.2004 00:01
Sameining á Héraði staðfest Félagsmálaráðurneytið hefur staðfest sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú þegar hafið vinnu við þau fjölmörgu verkefni sem snúa að sameiningunni en ný sveitarstjórn mun taka við völdum 1. nóvember næstkomandi að því er segir í frétttatilkynningu. 24.8.2004 00:01
Nefndin kynnir sér orkulindir Bandarísk sendinefnd, undir forystu Johns McCains öldungadeildarþingmanns, kom til landsins í morgun til þess að kynna sér umhverfisvænar orkulindir. Meðal þingmannanna er einnig Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York og eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 24.8.2004 00:01
Lögreglan varar við tölvupósti Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra varar fólk við að senda svokölluð pin-númer kredit- eða debetkorta með tölvupósti. Embættinu hafa að undanförnu borist upplýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hafa fengið tölvupóst sem ber það með sér að vera frá Citibank. 24.8.2004 00:01
Clinton á Þingvöllum Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú á Þingvöllum en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan níu í morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur fylgt honum frá komunni til landsins og segir ýmsar tilfæringar eiga sér stað á dagskránni. 24.8.2004 00:01
Ákvörðuninni ekki breytt Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september. 24.8.2004 00:01
Marco svarar Jóni Baldvini Ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, sem á í forræðisdeilu við Snæfríði Baldvinsdóttur, hyggst svara Morgunblaðsgrein Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, foreldra Snæfríðar, í vikunni. 24.8.2004 00:01
Færri skordýr en áður í sumar Mun færri geitungar og önnur skordýr eru á sveimi á höfuðborgarsvæðinu en venja er á þessum árstíma. Það kann að hljóma undarlega, en á sama tíma og hvert hitametið féll á eftir öðru í sumar virðist sem geitungar og ýmis önnur skordýr hafi nánast gufað upp í veðurblíðunni. 24.8.2004 00:01
Hlutverk sjóðsins endurskoðað? Ef viðskiptabankar geta boðið lán til íbúðakaupa á betri kjörum en Íbúðalánasjóður ber stjórnvöldum að endurskoða hlutverk hans. Þetta segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sem telur ekki komið að endalokunum enn þrátt fyrir útspil KB banka í gær. 24.8.2004 00:01
Clinton á gangi um miðbæinn Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór á Þingvelli fyrir hádegi og fékk leiðsögn Sigurðar Líndal prófessors. Síðar í dag mun hann hitta forsætisráðherra, forseta Íslands og utanríkisráðherra. Clinton segir íslensku ráðamennina ráða umræðuefninu. 24.8.2004 00:01
Íslenskur sendiherra í Makedóníu Stefán Skjaldarson sendiherra afhenti í dag forseta Makedóníu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Makedóníu með búsetu í Ósló. Í samtali þeirra kom fram að Makedónía leggur ofuráherslu á aðild sína að NATO og Evrópusambandinu. 24.8.2004 00:01
SPRON býður sömu kjör og KB banki SPRON hyggst bjóða íbúðalán sem bera 4,4% vexti líkt og KB banki hefur ákveðið að gera og kynnti í gær. Í tilkynningu frá SPRON segir að viðskiptavinir, sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu sparisjóðsins, geti lækkað vaxtagreiðslur sínar enn frekar þar sem skilvísir lántakendur fái endurgreiðslu á hluta greiddra vaxta. 24.8.2004 00:01
Kerfinu ekki breytt Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða. 24.8.2004 00:01
Stendur ekki til að breyta Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða. 24.8.2004 00:01
Stjórnin deilir um skattalækkun Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. 24.8.2004 00:01
Mæðgin sluppu úr eldsvoða Gamalt íbúðarhús við Sævarstíg á Sauðárkróki skemmdist talsvert í eldi í morgun. Mæðgin sem voru í viðbyggingu sakaði ekki. Vegfarandi kallaði á slökkvilið rétt klukkan rúmlega átta og að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar málið. 24.8.2004 00:01
Bakslag í jafnrétti ásættanlegt Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir bakslag í jafnréttismálum Framsóknarflokksins, við fráhvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr stóli umhverfisráðherra, ásættanlegt því það sé tímabundið. 24.8.2004 00:01
Kjaradeila kennara óleyst Fámennur vinnuhópur kennara og launanefndar sveitarfélaganna áttu gagnlegt spjall í húsakynnum Kennarasambandsins í gær. Deilendur hittast aftur í dag. Rætt hefur verið um vinnutíma og verkefnastjórnun. 24.8.2004 00:01
Fullkomin útsendingargæði Sjónvarpsstöðvar Íslenska útvarpsfélagsins senda út stafrænt frá 1. nóvember. Það er bylting í sjónvarpsútsendingum á Íslandi, segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarpsstjóri félagsins og forstjóri Norðurljósa. Breytingarnar kosti fyrirtækið um 400 milljónir. 24.8.2004 00:01
Heilsa Davíðs batnaði stórlega Clinton-hjónin heimsóttu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríði eiginkonu hans á heimili þeirra í Skerjafirði síðdegis. Davíð sagði heimsóknina hafa verið svo skemmtilega að heilsan hefði batnað stórlega. Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður lofaði efnahagsstefnu Davíðs sérstaklega. 24.8.2004 00:01
Lögreglan stórslasaði lögfræðinema Lögfræðineminn Páll Heiðar Halldórsson hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaður ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Pál Heiðar sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. 24.8.2004 00:01
Borgin beggja vegna borðsins Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar er meðal fyrirtækja sem bjóða í gámaleigu, flutning og losun fyrir þrjár endurvinnslustöðvar Sorpu en tilboðin verða kynnt í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á Vélamiðstöðin ehf. lægsta tilboð í verkið fyrir eina af endurvinnslustöðvunum. 24.8.2004 00:01
Borgin greiðir helming Borgarráð samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nema við Öskjuhlíðarskóla í þeirri trú að Félagsmálaráðuneytið leggði fram helming á móti borginni. Um 10.5 milljónir króna er að ræða en rekstarkostnaður allt skólaárið nemur 21 milljón. 24.8.2004 00:01
Clinton á ferðinni Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í einkaheimsókn hér á landi. Hann fór víða í dag, skoðaði sig um á Þingvöllum, hitti fólk á förnum vegi, ræddi við ráðamenn og fékk sér pylsu á Bæjarins bestu. 24.8.2004 00:01
Mikil samkeppni á íbúðalánamarkaði Viðskiptabankarnir eru komnir í mikla samkeppni á íbúðalánamarkaði eftir að KB banki bauð áður óþekkt kjör í gær. Hlutverk Íbúðalánasjóðs verður líklega endurskoðað, haldi þróun á markaðnum áfram í sömu átt, segir forstjóri sjóðsins. Formaður Félags fasteignasala fagnar nýjungunum og segir að Ísland hafi hoppað inn í nútímann. 24.8.2004 00:01
Framalausar framsóknarkonur? Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. 24.8.2004 00:01
Varnarliðið verði áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum. 24.8.2004 00:01
Dáist að orkunýtingu Íslendinga Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður segir að áhersla Íslendinga á hreina og endurnýjanlega orku sé aðdáunarverð. Hún vonast eftir náinni samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á því sviði. 24.8.2004 00:01