Innlent

Eldur í íbúðahúsi á Sauðárkróki

Eldur kom upp í íbúðahúsi á Sauðárkróki um áttaleytið í morgun. Slökkviliðið hefur náð að slökkva eldinn en er þó enn að störfum. Húsið er járnslegið timburhús og er ljóst að það er mikið skemmt af völdum brunans. Engan sakaði og er ekki ljóst hvernig eldurinn kom upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×