Innlent

Leitað vegna neyðarkalls

Björgunarsveitir á Snæfellsnesi leituðu í gær ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar að báti í nágrenni Höskuldseyjar á Breiðafirði vegna neyðarsendingar sem barst Tilkynningaskyldunni. Ekki reyndist vera um neyðarkall að ræða heldur höfðu merki sloppið út af neyðarsendi Skipavíkur í Stykkishólmi. Tilkynningin barst Tilkynningaskyldunni um klukkan hálf tvö í gær og stóð leit frá klukkan tvö til fimm. Kallið kom frá neyðarsendi svipuðum þeim sem eru í gúmmíbjörgunarbátum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×