Fleiri fréttir

Rólegt í Reykjavík

Fremur rólegt var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og að sögn lögreglunnar virðist sem allur vindur hafi verið úr skemmtanaglöðum borgarbúum eftir metfjölda á Menningarnótt. Brotist var inn í bifreið á bílasölu í austurbænum um miðnættið og stolið úr henni hljómtækjum. Tveir menn fundust skömmu síðar, grunaðir um þjófnaðinn, og eru þeir nú yfirheyrðir hjá lögreglu.

Grunnskólar að hefjast

Um 45 þúsund grunnskólabörn eru nú að hefja nám á ný eftir sumarleyfi. Í Reykjavík verða allir grunnskólar settir í dag, utan einn, og fara því um 15 þúsund nemendur í skóla borgarinnar í dag. Lögregla og björgunarsveitir hvetja ökumenn til hafa þetta í huga og sýna varúð í umferðinni.

Hugsanleg íkveikja í Keflavík

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um lausan eld í ruslatunnum, utan við iðnaðarhúsnæði á Iðavöllum í Keflavík, að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. Slökkviliðsbifreið frá Brunavörnum Suðurnesja og lögregla fór á staðinn.

Siðanefnd kærir úrskurðinn

Siðanefnd Háskóla Íslands hefur ákveðið að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í liðinni viku þess efnis að sýslumanni beri að setja lögbann á umfjöllun siðanefndar um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness.

Bolvíkingar búnir að safna fénu

Bolvíkingar hafa safnað nægu fé fyrir sjónvarpssendi Skjás eins í Bolungarvík en eins og áður hefur verið greint frá þurftu heimamenn að afla 900 þúsund króna, eða helming af kostnaðinum við uppsetningu sendisins, að því er vefur Bæjarins besta greinir frá.

Vitnis leitað vegna nauðgunar

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að konu sem kann að geta veitt upplýsingar um nauðgun sem kærð var á Menningarnótt. Stúlka um tvítugt segir að tveir menn hafi ráðist á sig um miðnætti og nauðgað sér.

Alvarlega slösuð eftir bílveltu

Kona og unglingspiltur slösuðust alvarlega þegar jeppi fór út af Suðurlandsvegi við bæinn Steina undir Eyjafjöllum í gærkvöld. Fjórir voru í bílnum. Tildrög slyssins eru í rannsókn en sjónarvottar segja að jeppinn hafi ekið um stund á löglegum hraða en skyndilega skrikað til á veginum, farið yfir á rangan vegarhelming og út af vinstra megin.

Guðni vildi ekki víkja Siv

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara.

Óvenjumargir ísjakar á Húnaflóa

Óvenjumargir stórir borgarísjakar eru nú komnir inn á Húnaflóa. Veðurstofan varar skip og báta við sjóferðum út af norðvestanverðu landinu.

Akstur barna í skólann hættulegur

Um 45 þúsund grunnskólabörn setjast nú á skólabekk eftir sumarleyfi. Hætta getur verið á slysum við skólana en hún stafar ekki síst af því að of margir foreldrar aka börnunum sínum í skólann. 

Sprengjuhótunin dýrt spaug

Boeing 737 þota Íslandsflugs, með 146 farþega innanborðs, þurfti að lenda á flugvellinum í Lyon í Frakklandi í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Þarna var þó um gabb að ræða, eða öllu heldur fremur dýrt spaug. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Napolí til Dyflinnar þegar einn flugliði fann miða á salerni vélarinnar sem á stóð „Sprengja 11. september“.

Fólksfjölgun markmiðið

Bolvíkingar hafa uppi metnaðarfull áform þessa vikuna en í gær var blásið til ástarviku í bænum. Soffía Vagnsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, er í forsvari fyrir hátíðina og segir hún að eitt stórt markmið felist með hátíðahöldunum: að fjölga bæjarbúum. Í maí á næsta ári verði svo fylgst grannt með því hvernig fólk hefur staðið sig.

Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar

Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan.

Fjöldi hvala sést daglega

Hvalir sjást daglega utan við byggðina í Keflavík og Njarðvík. Stórar hvalavöður hafa sést en að sögn Helgu Ingimundardóttur hjá hvalaskoðunarskipinu Moby Dick er mikið æti í flóanum. Síðast í gærkvöldi mátti sjá þrjár hrefnur í æti skammt undan landi. Vefur Víkurfrétta greinir frá þessu.

Fundað vegna fjárlagafrumvarpsins

Þingflokkar Framsóknar- og Sjálfsstæðisflokks koma saman til fundar nú um fjögurleytið til að ræða drög að fjárlagafrumvarpi. Rúmur mánuður er þar til fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir á Alþingi.

Fá ekki heilsdagsvist

Nokkrir tugir barna hafa enn ekki fengið heilsdagsvist í frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) fyrir veturinn. Þetta veldur miklum óþægindum fyrir foreldra sem þurfa að gera aðrar ráðstafanir ef bæði eru útivinnandi.

4200 börn í skóla í fyrsta sinn

Í ár munu rúmlega 4200 börn setjast á skólabekk í fyrsta sinn. Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að þessi börn komi úr öruggu umhverfi heimilis og úr leikskólum þar sem þau hafa leikið sér á lokuðum leikvelli. Mikilvægt sé fyrir foreldra og forráðamenn að undirbúa börnin vel svo þau getið spjarað sig ein.

Hlunnfarnir um milljarð

Bergur Ágústsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafi orðið af að minnsta kosti fjögur hundruð milljónum króna á síðustu tveimur til þremur árum vegna sértækra aðgerða í sjávarútvegi. Sé litið lengra aftur er upphæðin yfir einum milljarði.

Sameining HR og THÍ í burðarliðnum

Forystumenn Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR) hafa átt í viðræðum undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna þessara tveggja háskóla að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. 

Samstarf Og Vodafone og Orkuveitu

Forstjórar Og Vodafone og Orkuveitu Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félögin eigi samstarf um að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki í landinu.

Hitasvæði í Eyjafirði rannsakað

Gríðarlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf er á jarðhitasvæðinu í Eyjafirði. Búið er að mynda hóp vísindamanna sem á að rannsaka svæðið frekar.

Orkuveitan losar sig við Línu.net

Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félögin eigi samstarf um ljósleiðaravæðingu heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.

Skortur á gangbrautum

Víða í höfuðborginni er skortur á gangbrautum. Fjölgun þeirra þarf þó ekki að vera af hinu góða segir verkfræðingur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar. 

Siv aftur í ríkisstjórn?

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. 

Mannekla í heilsdagsskólum

Sextíu börn í grunnskólum höfuðborgarinnar fá ekki inni í heilsdagsskólum vegna manneklu. Stefnt er að því að leysa málið fyrir mánaðamót.

Forræðisdeila yfir hundum

Sambýlismaður kattakonunnar, Guðrúnar Sigríðar Stefánsdóttur, vill forræði yfir hundum þeirra.Um er að ræða sjö hunda af chihuahua- og labradortegund sem að líkindum verður lógað ef hann fær þá ekki.

Hundruðum nemenda vísað frá

Mörg hundruð nemendur fá ekki vist í framhaldsskólum landsins í haust. Þingmaður Vinstri-grænna segir þetta stríða gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að fólk sem horfið hafi frá námi í framhaldsskóla fái tækifæri til þess að taka upp þráðinn að nýju.

Óvissa um skattalækkanir

Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsá<font size="2"></font>ttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir.

Íbúðalán á lægri vöxtum

KB banki býður lán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar á eldri lánum. Ekkert þak er á lánunum en miðað er við að lána ekki meira en sem nemur brunabótamati eignar.

Ásatrúarmenn helga Kárahnjúka

Ásatrúarmenn og náttúruunnendur fjölmenntu við Kárahnjúka í gær og helguðu landið og báðu því griða. Allsherjargoði segir að ekki megi gefast upp, landið og umheimurinn eigi það inni hjá mönnum.

Hugað að sameiningu

Forystumenn Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur hafa átt viðræður undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna skólanna tveggja.

Þrauka frekar en að hækka

;Við höfum ekki í hyggju að hækka fargjöld þrátt fyrir hækkanir olíuverðs. Þó að þetta sé hækkun á einum kostnaðarlið þá reynum við að mæta því með því að minnka kostnað annars staðar," segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express.

Enn beðið eftir áverkavottorði

Rannsókn á líkamsárás sem átti sér stað í Öxnadal fimmta ágúst er á lokastigi að sögn Daníels Snorrasonar, hjá lögreglunni á Akureyri.

Íslandsflugi dýrt spaug

Kostnaður vegna sprengjugabbs í flugvél Íslandsflugs hleypur á milljónum, segir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins.

Grunnskólanemum fækkar lítillega

Um 15% landsmanna hóf nám í grunnskólum landsins í gær. Börnin velta lítið fyrir sér yfirvofandi verkfalli kennarar, segir skólastjóri Ölduselsskóla. Fræðslustjóri Reykjavíkur segir aldrei auðveldara að ráða kennara.</font /></b />

Málið snýst ekki um jafnrétti

Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að það hefði verið vantraust á þann ráðherra sem hefði verið látinn standa upp fyrir Siv Friðleifsdóttur. Ákvörðunin snúist ekki um jafnrétti heldur skorti Siv stuðning innan þingflokksins. Framsóknarkonur segja ummæli hans um framsóknarkonur á hrifla.is lýsa lítilsvirðingu í garð kvenna.

Bankalán keppa við Íbúðalánasjóð

KB banki kynnti í gær lán með fyrsta veðrétti í íbúð með 4,4 prósenta vöxtum. Bankinn segist með þessu vera að standa við loforð um að viðskiptavinir njóti stærðar bankans. Vextirnir sem standa viðskiptavinunum til boða eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs.

98 útköll frá miðnætti

Miðað við umfang hátíðarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi farið vel fram í stórum dráttum. Veður var eins og best verður á kosið, heiður himinn og hægur andvari. Miklar umferðarteppur mynduðust á helstu götum í kringum miðborgina þegar allur þessi fjöldi sneri heim á leið um miðnætti, og var algengt að það tæki fólk á aðra klukkustund að komast úr þvögunni.

Framsóknarkonur íhuga sérframboð

Formaður Kvenréttindafélags Íslands er undrandi og hneykslaður yfir brottvikningu Sivjar úr ráðherrastóli. Jafnréttisfulltrúi flokksins segir að fái konur ekki brautargengi innan flokksins komi sérframboð til greina.

Metfjöldi á Menningarnótt

Skipuleggjendur og lögregla áætla að hundrað þúsund manns að minnsta kosti hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt í gær. Fjöldinn hefur að líkindum aldrei verið meiri.

Framsóknarklíka of valdamikil

Elsa B. Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður til margra ára, telur að til sé að verða harður kjarni manna í Framsóknarflokknum sem líði ekki gagnrýni og málefnalega umræðu í flokknum.

Ásatrúarmenn mótmæla virkjun

Ásatrúarfélagið og Náttúruvaktin standa fyrir mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun á virkjunarsvæðinu í dag. Ásatrúarmenn með Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða í fararbroddi, halda blót við Kárahnjúka og helga land.

Ferðaþjónusta í Reykjarfirði

Um 500 manns hafa lagt leið sína í Reykjarfjörð á Vestfjörðum í sumar. Ferðamönnum þangað fjölgar ár frá ári, þrátt fyrir að enginn sé þangað vegurinn.

Kötlutangi enn syðsti oddinn

Kötlutangi heldur enn stöðu sinni sem syðsti oddi Íslands, þótt hann hafi minnkað verulega frá Kötlugosinu árið 1918. Dyrhólaey við Mýrdal, þessi viðfrægi klettur með gatinu, var löngum syðsti oddi Íslands. Það breyttist hins vegar í Kötlugosinu árið 1918 en hið gríðarlega hlaup sem þá rann fram Mýrdalssand bætti nokkrum kílómetrum við suðurströnd Íslands.

Börn læri á umferðina

Það er ekki nóg að kaupa nýja skólatösku, fín pennaveski, bækur og skólaföt, þegar stóri dagurinn rennur upp og börnin hefja skólagöngu. Það er ekki síður mikilvægt að brýna fyrir þeim að fara varlega í umferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir