Vill bæta störf Hæstaréttar 25. ágúst 2004 00:01 Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína. Hjördís og Eiríkur sóttu um stöðu hæstaréttardómara þegar hún var auglýst síðast en Ólafur Börkur Þorvaldsson var þá ráðinn. Í kjölfarið sendu þau, auk Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns sem einnig sóttist eftir embættinu, kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningarinnar á þeim forsendum að Ólafur hafi ekki verið hæfasti umsækjandinn. Umboðsmaður úrskurðaði að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Í úrskurði sínum hvatti hann jafnframt Alþingi og dómsmálaráðherra að taka afstöðu til þess hvort þörf væri á því að endurskoða fyrirkomulag um skipun hæstaréttardómara og jafnvel að breyta lögum sem um það gilda. Hördís Hákonardóttir kærði jafnframt ráðninguna til kærunefndar jafnréttisráðs sem komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að ráða Hjördísi ekki í stöðuna. Hjördís staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga að sækja um. "Ég vil þó ekki gefa það upp fyrr en á föstudag hvort af því verður, en það kemur til greina," sagði hún. Eiríkur Tómasson sagði að það kæmi til greina að hann sótti um. "Ég útiloka það ekki en hef ekki tekið ákvörðun af eða á," sagði hann. Jón Steinar Gunnlaugsson var spurður hvort hann muni reyna að koma á breytingum á störfum Hæstaréttar í samræmi við þá gagnrýni sem hann hefur viðhaft opinberlega um Hæstarétt, verði hann ráðinn. "Ef ég fæ þetta starf, sem er óljóst ennþá, mun ég vinna að því að bæta störf réttarins í góðu samstarfi við þá dómara sem þar eru fyrir. Ég geri ráð fyrir því að allir vilji gera eins vel og hægt er," segir Jón Steinar. Spurður hvað það væri helst sem hann vildi bæta segir hann að ansi mikið starfsálag sé á hæstaréttardómurum, meðal annars vegna þess hve mörg mál séu þar dæmd. "Það væri verðugt að huga að því hvort hægt væri að draga úr álagi svo hvert og eitt mál fái lengri tíma. Hægt væri til dæmis að bæta stöðuna með fjölgun aðstoðarmanna dómara en sú ákvörðun er ekki á valdi réttarins sjálfs," segir hann. sda@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, íhuga að sækja um stöðu hæstaréttardómara en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur þegar sent inn umsókn sína. Hjördís og Eiríkur sóttu um stöðu hæstaréttardómara þegar hún var auglýst síðast en Ólafur Börkur Þorvaldsson var þá ráðinn. Í kjölfarið sendu þau, auk Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns sem einnig sóttist eftir embættinu, kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningarinnar á þeim forsendum að Ólafur hafi ekki verið hæfasti umsækjandinn. Umboðsmaður úrskurðaði að ekki hefði verið staðið rétt að ráðningunni. Í úrskurði sínum hvatti hann jafnframt Alþingi og dómsmálaráðherra að taka afstöðu til þess hvort þörf væri á því að endurskoða fyrirkomulag um skipun hæstaréttardómara og jafnvel að breyta lögum sem um það gilda. Hördís Hákonardóttir kærði jafnframt ráðninguna til kærunefndar jafnréttisráðs sem komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hefði brotið gegn jafnréttislögum með því að ráða Hjördísi ekki í stöðuna. Hjördís staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga að sækja um. "Ég vil þó ekki gefa það upp fyrr en á föstudag hvort af því verður, en það kemur til greina," sagði hún. Eiríkur Tómasson sagði að það kæmi til greina að hann sótti um. "Ég útiloka það ekki en hef ekki tekið ákvörðun af eða á," sagði hann. Jón Steinar Gunnlaugsson var spurður hvort hann muni reyna að koma á breytingum á störfum Hæstaréttar í samræmi við þá gagnrýni sem hann hefur viðhaft opinberlega um Hæstarétt, verði hann ráðinn. "Ef ég fæ þetta starf, sem er óljóst ennþá, mun ég vinna að því að bæta störf réttarins í góðu samstarfi við þá dómara sem þar eru fyrir. Ég geri ráð fyrir því að allir vilji gera eins vel og hægt er," segir Jón Steinar. Spurður hvað það væri helst sem hann vildi bæta segir hann að ansi mikið starfsálag sé á hæstaréttardómurum, meðal annars vegna þess hve mörg mál séu þar dæmd. "Það væri verðugt að huga að því hvort hægt væri að draga úr álagi svo hvert og eitt mál fái lengri tíma. Hægt væri til dæmis að bæta stöðuna með fjölgun aðstoðarmanna dómara en sú ákvörðun er ekki á valdi réttarins sjálfs," segir hann. sda@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira