Situr að verkefnum borgarinnar 25. ágúst 2004 00:01 Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira