Situr að verkefnum borgarinnar 25. ágúst 2004 00:01 Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira