Innlent

Vinnur betur með Windows

Friðrik Skúlason hefur gefið út nýja útgáfu af vírusvarnaforritinu Lykla-Pétri sem vinnur með uppfærðri útgáfu Windows XP. Útgáfan tekur mið af breytingum sem orðið hafa á stýrikerfi Windows með nýjustu hugbúnaðarviðbót Microsoft, Service Pack 2 (SP2) og vinnur með nýrri öryggismiðstöð stýrikerfisins (Windows Security Center). Í tilkynningu Friðriks Skúlasonar kemur fram að starfsfólk fyrirtækisinshafi verið í nánu samstarfi við Microsoft í Bandaríkjunum við undirbúning nýju útgáfunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×