Innlent

Slasaðist illa í bílveltu

Franskur ferðamaður slasaðist illa í bílveltu á Laxárdalsheiði seint í gærkvöldi að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt að minnsta kosti tvær veltur utan vegar. Þakið bílstjóramegin lagðist nánast saman og þykir mesta mildi að maðurinn skyldi sleppa lifandi. Hann slasaðist nokkuð á hálsi og baki og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi en hann er þó ekki í lífshættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×