Fleiri fréttir

Fordæma óleyfilegan akstur

Fréttir undanfarnar vikur af náttúruspjöllum vegna óleyfilegs utanvegaaksturs eru mikil vonbrigði að mati ferðaklúbbsins 4x4.

Ísrek fyrir vestan

Meira er af hafís úti fyrir ströndum vestfjarða nú en venjulega á þessum tíma árs og eru ísflekarnir næstum 50 sjómílur frá Straumnesi.

Lítil áhrif á umhverfið

Enginn þeirra fjögurra kosta sem koma til greina undir vegarstæði fyrirhugaðs Gjábakkavegar er talinn hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Þetta er niðurstaða matsskýrslu sem Vegagerðin lét framkvæma og hefur sent Skipulagsstofnun til meðferðar.

Öruggast að hafa börnin góð

Í Öryggishandbók fyrir ferðalanga sem nýlega kom út er farið yfir helstu öryggisatriði og hluti sem komið geta upp á ferðalögum fólks um landið. Útgáfan er sögð koma eigendum tjaldavagna og fellihýsa að sérstökum notum.

Langur biðtími á slysadeild

"Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti," segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þangað sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenjulegt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur

Litríkir krakkar skemmta sér

Litríkir og hugmyndaríkir krakkar fögnuðu sumrinu, lífinu og tilverunni í Reykjavík í dag. Þarna voru á ferðinni fimmtíu fötluð börn sem hafa öll tekið þátt í leikjanámskeiðum Íþrótta- og tómstundaráðs í sumar.

Sambýlismaðurinn segir ekkert

Fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir Sri Rhamawatis, þriggja barna móður sem ekkert hefur spurst til frá því aðfararnótt 4. júlí, hefur enn ekki tjáð sig við lögreglu um atburði næturinnar. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá sjötta júlí.

Þunguð kona dæmd í 5 ára fangelsi

Barnshafandi vændiskona frá Síerra Leóne var dæmd í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan, sem hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi, var tekin í Leifsstöð með um 5 þúsund e-töflur í bakpoka.

Fjársvelta Gæsluna af ásetningi

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir stjórnvöld fjársvelta Landhelgisgæsluna af ásetningi. Hann segir óviðunandi að það sé eitt, og stundum ekkert, varðskip á sjó.

Myndi enda í þrátefli

Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi, að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Sú ákvörðun myndi þó enda í þrátefli með ófyrirsjáanlegum endi.

Slá skjaldborg um Fischer

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, og Hrafn Jökulsson, varaforseti, fóru í gær á fund í bandaríska sendiráðinu til að ræða mál Bobby Fischers sem var fyrir skemmstu handtekinn í Japan. Búist er við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.

Skáksambandið berst fyrir Fischer

Íslenska utanríkisráðuneytið hefur rætt við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum af málefnum skáksnillingsins Bobbys Fischer, sem er í fangelsi í Japan. Skáksamband Íslands skoraði á Bush Bandaríkjaforseta í dag að veita honum sakaruppgjöf. 

Fugladráp á þjóðvegum

Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla

Verkfall háseta yfirvofandi

Verkfall hjá hásetum á hafrannsóknarskipum er yfirvofandi á mánudag, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Deilt er um yfirvofandi skerðingu sjómannaafsláttar. 

Hvalveiðum sjálfhætt

Hvalveiðum er sjálfhætt þar sem nánast enginn markaður er fyrir afurðirnar lengur, segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Fannst látinn

Maðurinn sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir á fimmtudag og leitað var í gær fannst látinn um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Maðurinn fannst skammt frá sjúkrastöðinni Vogi við Stórhöfða þar sem síðast sást til hans þann 5. júlí síðastliðinn.

Margar bensínstöðvar - hátt verð

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir offjárfestingar í bensínstöðvum halda uppi háu eldsneytisverði hér á landi. Samkeppni sé eina meðalið sem dugi á þessa óheillaþróun.

Skilti veldur milljónatjóni

Skilti á umferðareyju á Krókhálsi hefur valdið milljónatjóni á bílum sem hafa rekist á það. Skiltið er reist við jafnóðum og það er keyrt niður.

Vonbrigði með utanvegaakstur

Í sumar hefur orðið nokkuð vart við utanvegaakstur á hálendi landsins og hafa forsvarsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4 sent frá tilkynningu af því tilefni þar sem staða mála er hörmuð.  

Breytingar frumvarpsins samþykktar

Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá en fjórir greiddu ekki atkvæði. Þriðja og síðasta umræða hefst nú klukkan tíu og má því búast við að frumvarpið verði endanlega afgreitt síðar í dag.

Skýrsla ríkisendurskoðunar rædd

Fundur í fjárlaganefnd Alþingis hófst klukkan átta en þar er rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga og fjárhagsvanda framhaldsskólanna.

Ákvörðun um hvalveiðar í dag

Í dag verður ákveðið á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento á Ítalíu hvort 18 ára löngu banni á hvalveiðum í atvinnuskyni verði aflétt samkvæmt tillögu formanns ráðsins, Danans Hendriks Fischers.

Enn lekur olía úr Guðrúnu

<span class="frettatexti">Olía er aftur farin að leka upp á yfirborðið úr fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur, sem liggur á hafsbotni við Noreg, að því er greinir frá í norska blaðinu <i>Lofotposten</i> í dag. Þar segir að þrátt fyrir að olía hafi verð tæmd úr skipinu í byrjun júlí sé hún á ný tekin að berast upp á hafflötinn úr skipinu. </span>

Snarpar umræður á Alþingi

Snarpar umræður standa nú yfir á Alþingi en þar fer fram þriðja og síðasta umræða um síðustu útgáfu stjórnarflokkanna á fjölmiðlafrumvarpinu. Stjórnarandstæðingar gagnrýna enn stjórnarflokkana fyrir að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslu.

Harrison Ford fékk íslenskan koss

Leikarinn heimsþekkti, Harrison Ford, heimsótti Íslands í annað skipti á stuttum tíma á þriðjudaginn. Hann millilenti hér á einkaflugvél sinni á leið til Grikklands. DV gerð fyrri heimsókn leikarans rækileg skil en eins og áður gisti Harrison á 101 hóteli sem virðist hafa stimplað sig inn sem hótelið fyrir stjörnurnar.

Ítalir heimta skýringar Halldórs

Væntanlegt er bréf frá ítalska utanríkisráðuneytinu þar sem íslensk stjórnvöld eru krafin skýringa á hátterni yfirvalda í garð Marco Brancaccia barnsföður Snæfríðar dóttur Jóns Baldvins Hannibalsonar

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Eiríki Erni Stefánssyni sem síðast sást við sjúkrastöðina Vog, aðfaranótt mánudagsins 5. júlí. Eiríkur Örn er 48 ára gamall, 186 sentímetrar á hæð, þéttvaxinn og stórbeinóttur. Lögreglan segir hann vera mjög brúnan á hörund og með stutt dökkbrúnt hár sem farið sé að grána.

Davíð kominn á legudeild

Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið fluttur á legudeild á Landsspítalanum eftir aðgerð í gær og er líðan hans sögð góð. Davíð var fluttur á bráðadeild Landsspítalans í fyrrinótt vegna gallblöðrubólgu og við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra.

Tímamótaskref tekið í dag

Búist er við að tímamótaskref verði tekið á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í dag sem miðar að því að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Bandaríkjamenn styðja ásamt Íslendingum, Norðmönnum og Japönum tillögu um að endurskoðun á veiðistjórnunaráætlun verði lokið fyrir næsta ársfund ráðsins.

Sveinbjörn áfrýjar ekki

Aðalsakborningur í Landssímamálinu ætlar að una dómi sínum en hann var dæmdur til 4 1/2 árs fangelsisvistar. Hinir sakborningarnir þrír hafa allir áfrýjað.

Fjölmiðlalögin felld úr gildi

Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði.

Upplýsingarnar ekki endanlegar

Ríkisendurskoðandi og fulltrúar fjármálaráðuneytisins voru boðaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Formaður fjárlaganefndar segir upplýsingar í skýrslunni ekki vera endanlegar.

Meint sniðganga kosningaloforðs

Stjórn Bandalags háskólamanna mótmælir harðlega að menntamálaráðherra hafi sniðgengið kosningaloforð um að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, í samstarfi við hagsmunasamtök endurgreiðenda.

Fischer verði gefnar upp sakir

Skáksamband Íslands beinir þeim eindregnu tilmælum til forseta Bandaríkjanna að fyrrverandi heimsmeistara í skák, Bobby Fischer, verði gefnar upp sakir og ákærur á hendur honum, fyrir að hafa brotið viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Júgóslavíu árið 1992, verði felldar niður.

Skipað í héraðsdómarastöður

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Sigrúnu Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmann, í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Ásgeir Magnússon, hæstaréttarlögmann, í embætti héraðsdómara sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn dómstól. Skipað er í stöðurnar frá 1. september næstkomandi.

Hljóðbylgjur orsaka hvalreka

Hljóðbylgjutækjum, sem m.a. eru notuð af herjum til þess að greina óvinakafbáta í undirdjúpunum, er kennt um þá miklu aukningu sem orðið hefur á því að hvalir stranda og festast á landi. Þetta kom fram á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lýkur á Sorrento á Ítalíu í dag.

Bílvelta og árekstur

Fólksbíll valt í Kömbunum við Hveragerði rétt fyrir hádegi í dag. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á heilsugæsluna í Hveragerði til aðhlynningar. Maðurinn slapp án teljandi meiðsla. 

Dregur úr byggingu einbýlishúsa

Verulega hefur dregið úr byggingu einbýlishúsa á Íslandi á síðari áratugum miðað við það sem áður hefur þekkst. Þess í stað hefur mesti vöxturinn verið í háhýsum með fleiri en sex íbúðir og er nú svo komið að ríflega en helmingur af nýju íbúðahúsnæði er í stóru fjölbýli. 

Endur af tjörninni ætar

Ekkert bendir til þess að endur sem veiddar eru í Laugardal eða við Reykjavíkurtjörn séu óhæfar til neyslu samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Umhverfis- og heilbrigðisstofnun Reykjavíkur.

Hraðatakmörkunum breytt á Bíldudal

Byggingarnefnd Vesturbyggðar leggur til að takmörkun á hámarkshraða við Bíldudal verði færð og hámarkshraðamerkingar málaðar á yfirborð vegar. Í síðustu viku lést stúlka þegar ekið var á hana.

Stórt skref tekið í hvalveiðimálum

Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento á Ítalíu, segir að stórt skref hafi verið stigið í rétta átt á fundinum með þeirri ákvörðun að stefnt yrði að því að ljúka við endurskoðun á veiðistjórnunaráætlun fyrir ársfundinn sem haldinn verður í Suður-Kóreu á næsta ári.

Löggæslukostnaður komi frá ríkinu

Yfirlögregluþjónn segir að gera eigi ráð fyrir löggæslukostnaði vegna árvissra útihátíða í fjárheimildum lögreglunnar. Dómsmálaráðuneyti segir vert að skoða slíkar tillögur en lögum verði fylgja fram að því. </font /></b />

Deila um húsbréfakerfið

Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð.

Ekki lengur boðið

Eftir að Hollendingar tóku við forystu í Evrópusambandinu hefur EFTA löndunum ekki verið boðið á samráðsfundi um samkeppnishæfni. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi þetta við Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands, á fundi þeirra á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir