Deila um húsbréfakerfið 22. júlí 2004 00:01 Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin." Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutschebank sem sé reyndasti fjárfsetingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutschebank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréf er að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárefstar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem eiga húsbréf en misstu af þessu þriggja daga tímabili sem þeir höfðu til skiptanna," segir hann. Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin." Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutschebank sem sé reyndasti fjárfsetingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutschebank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréf er að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárefstar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem eiga húsbréf en misstu af þessu þriggja daga tímabili sem þeir höfðu til skiptanna," segir hann.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira