Innlent

Bílvelta og árekstur

Fólksbíll valt í Kömbunum við Hveragerði rétt fyrir hádegi í dag. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á heilsugæsluna í Hveragerði til aðhlynningar. Maðurinn slapp án teljandi meiðsla.  Árekstur tveggja fólksbíla varð jafnframt á Þingvallavegi við Biskupstungnabraut um klukkan þrjú í dag. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglunnar á Selfossi en bílarnir skemmdust talsvert. Óhappið vildi þannig til að annar bílanna var með kerru sem rakst utan í hinn bílinn með fyrrgreindum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×