Innlent

Litríkir krakkar skemmta sér

Litríkir og hugmyndaríkir krakkar fögnuðu sumrinu, lífinu og tilverunni í Reykjavík í dag. Þarna voru á ferðinni fimmtíu fötluð börn sem hafa öll tekið þátt í leikjanámskeiðum Íþrótta- og tómstundaráðs í sumar. Þau gerðu sér glaðan dag og létu rigninguna ekkert á sig fá heldur bjuggu til sína eigin búninga, máluðu sig í framan, grilluðu pylsur og dönsuðu og sungu langt fram eftir degi. Sjá má myndir frá skemmtanahaldinu á Veftíví-síðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×