Fleiri fréttir Erfið samningsstaða sjómanna Samningsstaða sjómanna er erfið þar sem stjórnvöld standa við bakið á útvegsmönnum. Það hafi sýnt sig við lagasetningar á löglegri verkfallsboðun sjómanna árið 2001, 1998 og 1994. Þetta segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 22.7.2004 00:01 Líðan Davíðs góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, eftir aðgerð sem hann gekkst undir í gær, er sögð góð. Hann hefur verið fluttur á legudeild Landspítalans. 22.7.2004 00:01 Fjórtán látnir í umferðinni Þrír hafa látið lífið í umferðinni síðan 11. júlí. Fjórtán hafa alls látið lífið í umferðarslysum á árinu. Flest slysanna eiga sér stað nærri Reykjavík. Tveir hafa að meðaltali látið lífið í hverjum mánuði síðustu þrjátíu árin. 22.7.2004 00:01 Verkfall háseta hafrannsóknarskipa Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir félagið vilja að kjarasamningurinn falli úr gildi eða verði uppsegjanlegur nemi stjórnvöld sjómannaafsláttinn úr gildi. 22.7.2004 00:01 Ný skip á dagskrá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það sé vissulega á dagskrá að útvega Landhelgisgæslunni ný skip til eftirlits á sjó. Það sé eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar. 22.7.2004 00:01 Hálf milljón í styrk Íþróttabandalag Reykjavíkur fær hálfa milljón í styrk frá Reykjavíkurborg vegna Reykjavíkurmaraþonsins sem haldið verður þann 21. ágúst. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs á þriðjudag. 22.7.2004 00:01 Vonast eftir forsætisráðherrastól Halldór Ásgrímsson frestaði þingfundum í dag í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Halldór segir að hann voni að hann verði forsætisráðherra í haust eins og samið hafi verið um. 22.7.2004 00:01 Fjölmiðlalögin felld úr gildi Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. 22.7.2004 00:01 Hægt að semja um allt innan ESB Evrópumálaráðherra Breta, Denis MacShane, ræddi við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í morgun um Evrópusambandið og afstöðu Íslands gagnvart aðild. MacShane telur að hægt sé að semja um flest allt í tengslum við aðild. 22.7.2004 00:01 Kárahnjúkabók Ómars komin út Á meðan sumir segja Kárahnjúkavirkjun stærsta og jákvæðasta hagsmunamál Íslendinga segja aðrir hana stærsta umhverfishneyksli Evrópu. Þessi ólíku sjónarmið eru kynnt í nýrri bók Ómars Ragnarssonar, <em>Kárahnjúkar - með og á móti</em>, en verkið var kynnt á heldur óvenjulegum blaðamannafundi. 22.7.2004 00:01 Gífurlegur fjöldi bensínstöðva Á bakvið hverja bensínstöð í Reykjavík eru um 2500 neytendur. Í Helsinki eru 6000 manns um hverja bensínstöð. 22.7.2004 00:01 Lögmaður Moggans hafnar ásökunum Lögmaður Morgunblaðsins hafnar því að fyrirtækið misnoti markaðsráðandi stöðu sína með því að bjóða fasteignasölum ókeypis auglýsingar á Netinu, gegn því að þeir kaupi auglýsingar í blaðinu. Samkeppnisstofnun hefur málið til meðferðar eftir kvörtun frá öðrum fasteignavef. 22.7.2004 00:01 Sniglar gefa blóð Það brá mörgum í brún þegar mikilúðlegur hópur manna kom drynjandi á vélhjólum að húsi við Eiríksgötu klukkan hálf sex í kvöld. Þar voru Sniglarnir á ferð til að gefa blóð. 22.7.2004 00:01 Banaslys á Vantsnesvegi Banaslys varð er bíll fór út af Vatnsnesvegi við Valdalæk, skammt frá Hvammstanga, um klukkan 20 í gærkvöld. Kona lést og önnur slasaðist alvarlega en fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi er fólkið frá Slóveníu. 21.7.2004 00:01 Þingfundur kl. 13:30 í dag Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi klukkan 13:30 í dag en allsherjarnefnd samþykkti verulegar breytingar á frumvarpinu í gær. Samkvæmt breytingartillögunum verða fjölmiðlalögin, sem forseti Íslands synjaði staðfestingar, felld úr gildi en engin lög um eignarhald á fjölmiðlum sett í staðinn. 21.7.2004 00:01 5-7 ára fangelsi fyrir smygl Krafist er 5-7 ára fangelsis yfir konu frá Síerra Leóne sem tekin var í Leifsstöð með um fimmþúsund e-töflur þann 10. júní síðastliðinn. Efnin fundust í farangri konunnar en það vakti mikla athygli að hún er barnshafandi. 21.7.2004 00:01 Launavísitalan hækkaði í júní Launavísitala fyrir júnímánuð er 251,1 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,1%. 21.7.2004 00:01 Komu í veg fyrir eldsvoða Ungir drengir komu í veg fyrir eldsvoða í íbúð að Ásabraut 11 í Reykjanesbæ aðfararnótt sunnudags samkvæmt fréttavef Víkurfrétta í dag. Segjast drengirnir hafa heyrt í reykskynjara í húsinu og runnið á hljóðið. Þegar þeir litu inn um gluggann í húsinu sáu þeir reyk og höfðu samband við neyðarlínuna þegar í stað. 21.7.2004 00:01 Nauðlenti skammt frá Húsafelli Lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti skammt frá Húsafelli um 10:55 í morgun. Flugmaðurinn, sem er kona, lét flugturninn í Reykjavík vita skömmu eftir slysið og sagðist vera ómeidd. Hún var ein um borð. 21.7.2004 00:01 Stjórnarandstaðan ber kvíðboga Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. 21.7.2004 00:01 Málskotsréttur forsetans afnuminn? Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. 21.7.2004 00:01 Gæsluvarðhald verði framlengt Þess verður krafist fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að gæsluvarðhald yfir manninum, sem er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar í Stórholti, verði framlengt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 6. júní. 21.7.2004 00:01 Tafir á umferð um Vesturlandsveg Vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi undir Esjubergi við Enni og Tinda verða tafir á umferð. Þar hafa tímabundið verið sett upp umferðarljós og er aðeins umferð úr annari áttinni hleypt í gegn í einu. Við þetta geta myndast langar biðraðir. Ökumenn eru beðnir vara sig á því að aka hratt og að gæta sín á hvössum brúnum. 21.7.2004 00:01 Davíð frá störfum á næstunni Við setningu þingfundar rétt í þessu sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að Davíð Oddsson forsætisráðherra myndi ekki taka þátt í störfum þingsins á næstunni vegna veikinda. Eins og greint hefur verið frá var <span>Davíð fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í nótt vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. </span> 21.7.2004 00:01 Ánægður með stöðu málsins Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist mjög ánægður með stöðuna í fjölmiðlamálinu. Hann telur að nú hafi náðst langþráð sátt sem bæði þing og þjóð hafi óskað eftir. 21.7.2004 00:01 Unga fólkið fer til Eyja Straumurinn um verslunarmannahelgina virðist helst liggja til Eyja að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands. Einnig mikið bókað til Akureyrar og Egilsstaða. Undirbúningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. Engin óveðursský sjáanleg, segir veðurfræðingur. 21.7.2004 00:01 Hafnar beitingu fjölmiðla í málinu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. 21.7.2004 00:01 Nefndarálit flutt á þinginu Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, flutti nefndarálit meirihlutans. Í því tekur frumvarpið stakkaskiptum frá því stjórnarflokkarnir kynntu það fyrir aðeins sautján dögum þar sem ekki er lengur lagt fram nýtt frumvarp í stað þess sem var fellt úr gildi. 21.7.2004 00:01 Ríkisendurskoðun svarar ráðherra Ríkisendurskoðun sendi fyrr í dag fjármálaráðherra svar við athugasemdum sem gerðar voru við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi skýrsluna harðlega á dögunum og sagði hana ónákvæma. 21.7.2004 00:01 Ekkert varðskipanna við eftirlit Varðskipið Ægir kemur til hafnar í vikunni og stoppar í nokkra daga. Þá verður ekkert varðskipanna þriggja við eftirlit á landhelgislínunni. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæslustörf með eðlilegum hætti en skipin þurfi sitt viðhald. 21.7.2004 00:01 Ísland fær 40 tonn Íslendingar mega veiða 40 tonn af túnfiski á þessu ári samkvæmt tillögum Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu og þurfa útgerðir sem áhuga hafa á slíkum veiðum að sækja um slíkt fyrir mánaðarmót. Er þetta magn tíu tonnum meira en á síðasta ári en eftir miklu er að slægjast þar sem túnfiskur er ein verðmætasta sjávarafurð sem til er. 21.7.2004 00:01 Athugasemdum vísað til föðurhúsa Ríkisendurskoðun vísar athugasemdum fjármálaráðuneytis vegna umdeildrar skýrslu um framkvæmd fjárlaga árið 2003 að mestu til föðurhúsanna og stendur við flest það sem þar stóð. Þetta kemur fram í bréfi Sigurðar Þórðarsonar, ríkisendurskoðanda, til ráðuneytisins en alls setti ráðuneytið út á níu atriði í upphaflegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. 21.7.2004 00:01 Fálkaorðan á Ebay Eitt af æðstu heiðursmerkjum íslenska ríkisins, hin íslenska fálkaorða, er nú til sölu á bandaríska uppboðsvefnum Ebay og hafa áhugasamir fjóra daga til stefnu til að slá út núverandi boð sem eru rúmar 18 þúsund krónur. Alls átta aðilar hafa gert tilboð hingað til. 21.7.2004 00:01 Lítil spilling en margt að varast Lítil spilling er á Íslandi en stjórnvöld þurfa þó að huga betur að öllum reglum til að fyrirbyggja slíkt í framtíðinni. Þetta er frumniðurstaða Greco, samstarfshóps nokkurra Evrópuríkja, sem metur og berst gegn spillingu innan opinberrar stjórnsýslu. 21.7.2004 00:01 Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir 45 ára gömlum manni, sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar í Stórholti, var í dag framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur um þrjár vikur, eða til 11. ágúst. 21.7.2004 00:01 Grænlenskt sorp til Íslands? Sorp frá Grænlandi mun kannski verða flutt til eyðingar á Ísafirði áður en langt um líður. Þetta var meðal þess sem rætt var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar með Jens Napaatoq, samgönguráðherra Grænlands, í dag. 21.7.2004 00:01 Harðar umræður á Alþingi Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. 21.7.2004 00:01 Lést í umferðarslysi Tékknesk kona lést í umferðarslysi á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Fimm voru í bílnum og var einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Hvammstanga. 21.7.2004 00:01 Banaslys við Valdalæk Banaslys varð við Valdalæk, skammt frá Hvammstanga, um klukkan 10 í gærkvöld. Tékknesk kona á fertugsaldri lést þegar bíll, sem hún var farþegi í, fór út af veginum og valt. Svo virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi misst stjórn á henni í lausamöl. 21.7.2004 00:01 Hvalveiðiráðið fundar fram á kvöld Engin niðurstaða hefur fengist á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento á Ítalíu. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, býst við að fundað verði fram að miðnætti. 21.7.2004 00:01 Davíð gekkst undir aðgerð Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu rétt áðan þar sem segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi verið lagður inn á Landspítalann við Hringbraut síðastliðna nótt vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra og gekkst forsætisráðherra undir aðgerð þar sem gallblaðran og hægra nýra voru fjarlægð. 21.7.2004 00:01 Sakar son um að stela Svarta dauða "Sonur minn tók þetta örlagaríka skref. Hann sveik mig," segir Valgeir Sigurðsson, veitingamaður, sem þekktur er fyrir að framleiða Svarta Hann hefur stefnt syni sínum, Sigurði Tómasi Valgeirssyni, fyrir að hafa haft af sér ævistarfið með ólöglegum hætti.dauða. 21.7.2004 00:01 Barn veiktist af Trópí Eins árs drengur veiktist fyrir nokkru eftir að haf adrukkið gallaðan Trópí. Í DV í fyrradag kom fram að drengur hefði veikst vegna ávaxtadrykkjarins Svala frá Vífilfell sem einnig var gallaður. Fyrirtækið viðurkenndi mistök sín sem stöfuðu af bilun í gerilsneyðingarvél og var töluvert magn af bæði Trópí og Svala kallað inn frá verslunum 21.7.2004 00:01 „Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. 21.7.2004 00:01 Þingflokksformenn sáttir Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins segjast vera sáttir við þá niðurstöðu sem liggi fyrir í fjölmiðlamálinu. Þeir segja þingmenn ánægða og einhuga um niðurstöðuna. 21.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Erfið samningsstaða sjómanna Samningsstaða sjómanna er erfið þar sem stjórnvöld standa við bakið á útvegsmönnum. Það hafi sýnt sig við lagasetningar á löglegri verkfallsboðun sjómanna árið 2001, 1998 og 1994. Þetta segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 22.7.2004 00:01
Líðan Davíðs góð Líðan Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, eftir aðgerð sem hann gekkst undir í gær, er sögð góð. Hann hefur verið fluttur á legudeild Landspítalans. 22.7.2004 00:01
Fjórtán látnir í umferðinni Þrír hafa látið lífið í umferðinni síðan 11. júlí. Fjórtán hafa alls látið lífið í umferðarslysum á árinu. Flest slysanna eiga sér stað nærri Reykjavík. Tveir hafa að meðaltali látið lífið í hverjum mánuði síðustu þrjátíu árin. 22.7.2004 00:01
Verkfall háseta hafrannsóknarskipa Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir félagið vilja að kjarasamningurinn falli úr gildi eða verði uppsegjanlegur nemi stjórnvöld sjómannaafsláttinn úr gildi. 22.7.2004 00:01
Ný skip á dagskrá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það sé vissulega á dagskrá að útvega Landhelgisgæslunni ný skip til eftirlits á sjó. Það sé eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar. 22.7.2004 00:01
Hálf milljón í styrk Íþróttabandalag Reykjavíkur fær hálfa milljón í styrk frá Reykjavíkurborg vegna Reykjavíkurmaraþonsins sem haldið verður þann 21. ágúst. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs á þriðjudag. 22.7.2004 00:01
Vonast eftir forsætisráðherrastól Halldór Ásgrímsson frestaði þingfundum í dag í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Halldór segir að hann voni að hann verði forsætisráðherra í haust eins og samið hafi verið um. 22.7.2004 00:01
Fjölmiðlalögin felld úr gildi Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. 22.7.2004 00:01
Hægt að semja um allt innan ESB Evrópumálaráðherra Breta, Denis MacShane, ræddi við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í morgun um Evrópusambandið og afstöðu Íslands gagnvart aðild. MacShane telur að hægt sé að semja um flest allt í tengslum við aðild. 22.7.2004 00:01
Kárahnjúkabók Ómars komin út Á meðan sumir segja Kárahnjúkavirkjun stærsta og jákvæðasta hagsmunamál Íslendinga segja aðrir hana stærsta umhverfishneyksli Evrópu. Þessi ólíku sjónarmið eru kynnt í nýrri bók Ómars Ragnarssonar, <em>Kárahnjúkar - með og á móti</em>, en verkið var kynnt á heldur óvenjulegum blaðamannafundi. 22.7.2004 00:01
Gífurlegur fjöldi bensínstöðva Á bakvið hverja bensínstöð í Reykjavík eru um 2500 neytendur. Í Helsinki eru 6000 manns um hverja bensínstöð. 22.7.2004 00:01
Lögmaður Moggans hafnar ásökunum Lögmaður Morgunblaðsins hafnar því að fyrirtækið misnoti markaðsráðandi stöðu sína með því að bjóða fasteignasölum ókeypis auglýsingar á Netinu, gegn því að þeir kaupi auglýsingar í blaðinu. Samkeppnisstofnun hefur málið til meðferðar eftir kvörtun frá öðrum fasteignavef. 22.7.2004 00:01
Sniglar gefa blóð Það brá mörgum í brún þegar mikilúðlegur hópur manna kom drynjandi á vélhjólum að húsi við Eiríksgötu klukkan hálf sex í kvöld. Þar voru Sniglarnir á ferð til að gefa blóð. 22.7.2004 00:01
Banaslys á Vantsnesvegi Banaslys varð er bíll fór út af Vatnsnesvegi við Valdalæk, skammt frá Hvammstanga, um klukkan 20 í gærkvöld. Kona lést og önnur slasaðist alvarlega en fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi er fólkið frá Slóveníu. 21.7.2004 00:01
Þingfundur kl. 13:30 í dag Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi klukkan 13:30 í dag en allsherjarnefnd samþykkti verulegar breytingar á frumvarpinu í gær. Samkvæmt breytingartillögunum verða fjölmiðlalögin, sem forseti Íslands synjaði staðfestingar, felld úr gildi en engin lög um eignarhald á fjölmiðlum sett í staðinn. 21.7.2004 00:01
5-7 ára fangelsi fyrir smygl Krafist er 5-7 ára fangelsis yfir konu frá Síerra Leóne sem tekin var í Leifsstöð með um fimmþúsund e-töflur þann 10. júní síðastliðinn. Efnin fundust í farangri konunnar en það vakti mikla athygli að hún er barnshafandi. 21.7.2004 00:01
Launavísitalan hækkaði í júní Launavísitala fyrir júnímánuð er 251,1 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,1%. 21.7.2004 00:01
Komu í veg fyrir eldsvoða Ungir drengir komu í veg fyrir eldsvoða í íbúð að Ásabraut 11 í Reykjanesbæ aðfararnótt sunnudags samkvæmt fréttavef Víkurfrétta í dag. Segjast drengirnir hafa heyrt í reykskynjara í húsinu og runnið á hljóðið. Þegar þeir litu inn um gluggann í húsinu sáu þeir reyk og höfðu samband við neyðarlínuna þegar í stað. 21.7.2004 00:01
Nauðlenti skammt frá Húsafelli Lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti skammt frá Húsafelli um 10:55 í morgun. Flugmaðurinn, sem er kona, lét flugturninn í Reykjavík vita skömmu eftir slysið og sagðist vera ómeidd. Hún var ein um borð. 21.7.2004 00:01
Stjórnarandstaðan ber kvíðboga Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. 21.7.2004 00:01
Málskotsréttur forsetans afnuminn? Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. 21.7.2004 00:01
Gæsluvarðhald verði framlengt Þess verður krafist fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að gæsluvarðhald yfir manninum, sem er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar í Stórholti, verði framlengt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 6. júní. 21.7.2004 00:01
Tafir á umferð um Vesturlandsveg Vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi undir Esjubergi við Enni og Tinda verða tafir á umferð. Þar hafa tímabundið verið sett upp umferðarljós og er aðeins umferð úr annari áttinni hleypt í gegn í einu. Við þetta geta myndast langar biðraðir. Ökumenn eru beðnir vara sig á því að aka hratt og að gæta sín á hvössum brúnum. 21.7.2004 00:01
Davíð frá störfum á næstunni Við setningu þingfundar rétt í þessu sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að Davíð Oddsson forsætisráðherra myndi ekki taka þátt í störfum þingsins á næstunni vegna veikinda. Eins og greint hefur verið frá var <span>Davíð fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús í nótt vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. </span> 21.7.2004 00:01
Ánægður með stöðu málsins Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist mjög ánægður með stöðuna í fjölmiðlamálinu. Hann telur að nú hafi náðst langþráð sátt sem bæði þing og þjóð hafi óskað eftir. 21.7.2004 00:01
Unga fólkið fer til Eyja Straumurinn um verslunarmannahelgina virðist helst liggja til Eyja að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands. Einnig mikið bókað til Akureyrar og Egilsstaða. Undirbúningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. Engin óveðursský sjáanleg, segir veðurfræðingur. 21.7.2004 00:01
Hafnar beitingu fjölmiðla í málinu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. 21.7.2004 00:01
Nefndarálit flutt á þinginu Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, flutti nefndarálit meirihlutans. Í því tekur frumvarpið stakkaskiptum frá því stjórnarflokkarnir kynntu það fyrir aðeins sautján dögum þar sem ekki er lengur lagt fram nýtt frumvarp í stað þess sem var fellt úr gildi. 21.7.2004 00:01
Ríkisendurskoðun svarar ráðherra Ríkisendurskoðun sendi fyrr í dag fjármálaráðherra svar við athugasemdum sem gerðar voru við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi skýrsluna harðlega á dögunum og sagði hana ónákvæma. 21.7.2004 00:01
Ekkert varðskipanna við eftirlit Varðskipið Ægir kemur til hafnar í vikunni og stoppar í nokkra daga. Þá verður ekkert varðskipanna þriggja við eftirlit á landhelgislínunni. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæslustörf með eðlilegum hætti en skipin þurfi sitt viðhald. 21.7.2004 00:01
Ísland fær 40 tonn Íslendingar mega veiða 40 tonn af túnfiski á þessu ári samkvæmt tillögum Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu og þurfa útgerðir sem áhuga hafa á slíkum veiðum að sækja um slíkt fyrir mánaðarmót. Er þetta magn tíu tonnum meira en á síðasta ári en eftir miklu er að slægjast þar sem túnfiskur er ein verðmætasta sjávarafurð sem til er. 21.7.2004 00:01
Athugasemdum vísað til föðurhúsa Ríkisendurskoðun vísar athugasemdum fjármálaráðuneytis vegna umdeildrar skýrslu um framkvæmd fjárlaga árið 2003 að mestu til föðurhúsanna og stendur við flest það sem þar stóð. Þetta kemur fram í bréfi Sigurðar Þórðarsonar, ríkisendurskoðanda, til ráðuneytisins en alls setti ráðuneytið út á níu atriði í upphaflegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. 21.7.2004 00:01
Fálkaorðan á Ebay Eitt af æðstu heiðursmerkjum íslenska ríkisins, hin íslenska fálkaorða, er nú til sölu á bandaríska uppboðsvefnum Ebay og hafa áhugasamir fjóra daga til stefnu til að slá út núverandi boð sem eru rúmar 18 þúsund krónur. Alls átta aðilar hafa gert tilboð hingað til. 21.7.2004 00:01
Lítil spilling en margt að varast Lítil spilling er á Íslandi en stjórnvöld þurfa þó að huga betur að öllum reglum til að fyrirbyggja slíkt í framtíðinni. Þetta er frumniðurstaða Greco, samstarfshóps nokkurra Evrópuríkja, sem metur og berst gegn spillingu innan opinberrar stjórnsýslu. 21.7.2004 00:01
Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir 45 ára gömlum manni, sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar í Stórholti, var í dag framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur um þrjár vikur, eða til 11. ágúst. 21.7.2004 00:01
Grænlenskt sorp til Íslands? Sorp frá Grænlandi mun kannski verða flutt til eyðingar á Ísafirði áður en langt um líður. Þetta var meðal þess sem rætt var á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar með Jens Napaatoq, samgönguráðherra Grænlands, í dag. 21.7.2004 00:01
Harðar umræður á Alþingi Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. 21.7.2004 00:01
Lést í umferðarslysi Tékknesk kona lést í umferðarslysi á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Fimm voru í bílnum og var einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Hvammstanga. 21.7.2004 00:01
Banaslys við Valdalæk Banaslys varð við Valdalæk, skammt frá Hvammstanga, um klukkan 10 í gærkvöld. Tékknesk kona á fertugsaldri lést þegar bíll, sem hún var farþegi í, fór út af veginum og valt. Svo virðist sem ökumaður bifreiðarinnar hafi misst stjórn á henni í lausamöl. 21.7.2004 00:01
Hvalveiðiráðið fundar fram á kvöld Engin niðurstaða hefur fengist á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento á Ítalíu. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, býst við að fundað verði fram að miðnætti. 21.7.2004 00:01
Davíð gekkst undir aðgerð Forsætisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu rétt áðan þar sem segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi verið lagður inn á Landspítalann við Hringbraut síðastliðna nótt vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra og gekkst forsætisráðherra undir aðgerð þar sem gallblaðran og hægra nýra voru fjarlægð. 21.7.2004 00:01
Sakar son um að stela Svarta dauða "Sonur minn tók þetta örlagaríka skref. Hann sveik mig," segir Valgeir Sigurðsson, veitingamaður, sem þekktur er fyrir að framleiða Svarta Hann hefur stefnt syni sínum, Sigurði Tómasi Valgeirssyni, fyrir að hafa haft af sér ævistarfið með ólöglegum hætti.dauða. 21.7.2004 00:01
Barn veiktist af Trópí Eins árs drengur veiktist fyrir nokkru eftir að haf adrukkið gallaðan Trópí. Í DV í fyrradag kom fram að drengur hefði veikst vegna ávaxtadrykkjarins Svala frá Vífilfell sem einnig var gallaður. Fyrirtækið viðurkenndi mistök sín sem stöfuðu af bilun í gerilsneyðingarvél og var töluvert magn af bæði Trópí og Svala kallað inn frá verslunum 21.7.2004 00:01
„Waterloo“ ríkisstjórnarinnar rædd Formaður allsherjarnefndar sagði á Alþingi í dag að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi vegna þess stjórnskipulega vafa sem hefði hlotist af ákvörðun forseta Íslands um að neita að staðfesta lögin. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu væri hennar Waterloo því hún hefði tapað sínu hundrað daga stríði fyrir þjóðinni. 21.7.2004 00:01
Þingflokksformenn sáttir Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins segjast vera sáttir við þá niðurstöðu sem liggi fyrir í fjölmiðlamálinu. Þeir segja þingmenn ánægða og einhuga um niðurstöðuna. 21.7.2004 00:01