Fjársvelta Gæsluna af ásetningi 23. júlí 2004 00:01 Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir stjórnvöld fjársvelta Landhelgisgæsluna af ásetningi. Hann segir óviðunandi að það sé eitt, og stundum ekkert, varðskip á sjó. Sævar Gunnarsson segir lágmarkskröfu að það séu þrjú varðskip til reiðu og þar af tvö alltaf á sjó. Nú eru tvö skip til ráðstöfunar og hvorugt þeirra á sjó. Hann segir að menn hafi ekki sest niður og skilgreint hlutverk Landhelgisgæslunnar nægilega vel og úthlutað henni fjármunum í samræmi við það. Sævar segir Gæsluna hafa margar skyldur á sjó, t.d. varðandi réttindi manna, skráningu skipa, lögmæti veiðarfæra, mengun svo og umferð skipa um landhelgi Íslands. Hann segir ekki mögulegt að sinna neinu af þessu úr flugvélum og því gangi ekki að hafa þau bundin við bryggju. Sævar segir Sjómannasambandið því krefjast þess að skipin verði gerð út. Sævar segir ennfremur að skipin séu síðast en ekki síst mikilvæg fyrir öryggi sjómanna. Mjög langt sé t.a.m. á milli Reykjanesshryggs og Smugunnar þar sem sum skip veiði og lágmark sé að eitt varðskip sé úti ef eitthvað kæmi fyrir. Hann segir að menn fjársvelti Landhelgisgæsluna viljandi. Þeir taki áhættuna á því að hafa skipin inni til að spara peninga. Ef það gangi áfallalaust sé hættan sú að þetta eftirlit leggist af, en það gangi hins vegar ekki að sögn Sævars. Sævar segir fjársvelti Landhelgisgæslunnar ekki vera að gerast allt í einu núna heldur hægt og bítandi. Sjómannasambandið hafi varað við þessu fyrir tveimur árum, aftur í fyrra og svo enn einu sinni sl. vetur. Hann segir umræðu um málið hafa verið í gangi fyrir kosningarnar í fyrra og þá hafi verið sagt að bætt yrði úr þessu. Ekkert hafi hins vegar gerst í málinu. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir stjórnvöld fjársvelta Landhelgisgæsluna af ásetningi. Hann segir óviðunandi að það sé eitt, og stundum ekkert, varðskip á sjó. Sævar Gunnarsson segir lágmarkskröfu að það séu þrjú varðskip til reiðu og þar af tvö alltaf á sjó. Nú eru tvö skip til ráðstöfunar og hvorugt þeirra á sjó. Hann segir að menn hafi ekki sest niður og skilgreint hlutverk Landhelgisgæslunnar nægilega vel og úthlutað henni fjármunum í samræmi við það. Sævar segir Gæsluna hafa margar skyldur á sjó, t.d. varðandi réttindi manna, skráningu skipa, lögmæti veiðarfæra, mengun svo og umferð skipa um landhelgi Íslands. Hann segir ekki mögulegt að sinna neinu af þessu úr flugvélum og því gangi ekki að hafa þau bundin við bryggju. Sævar segir Sjómannasambandið því krefjast þess að skipin verði gerð út. Sævar segir ennfremur að skipin séu síðast en ekki síst mikilvæg fyrir öryggi sjómanna. Mjög langt sé t.a.m. á milli Reykjanesshryggs og Smugunnar þar sem sum skip veiði og lágmark sé að eitt varðskip sé úti ef eitthvað kæmi fyrir. Hann segir að menn fjársvelti Landhelgisgæsluna viljandi. Þeir taki áhættuna á því að hafa skipin inni til að spara peninga. Ef það gangi áfallalaust sé hættan sú að þetta eftirlit leggist af, en það gangi hins vegar ekki að sögn Sævars. Sævar segir fjársvelti Landhelgisgæslunnar ekki vera að gerast allt í einu núna heldur hægt og bítandi. Sjómannasambandið hafi varað við þessu fyrir tveimur árum, aftur í fyrra og svo enn einu sinni sl. vetur. Hann segir umræðu um málið hafa verið í gangi fyrir kosningarnar í fyrra og þá hafi verið sagt að bætt yrði úr þessu. Ekkert hafi hins vegar gerst í málinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira