Skáksambandið berst fyrir Fischer 23. júlí 2004 00:01 Íslenska utanríkisráðuneytið hefur rætt við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum af málefnum skáksnillingsins Bobbys Fischer, sem er í fangelsi í Japan. Skáksamband Íslands skoraði á Bush Bandaríkjaforseta í dag að veita honum sakaruppgjöf. Allir sem á annað borð voru komnir til vits árið 1972 muna eftir heimsmeistaraeinvíginu þar sem Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí. Þar með komst Ísland á heimskortið í skáklistinni. Skáksnillingurinn Fischer situr nú í fangelsi í Japan, þar sem hann var handtekinn á leið til Filippseyja með útrunnið vegabréf. Yfirvöld í Japan hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fisher yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Hann hefur því ekki getað komið til heimalands síns í tólf ár. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur þegar haft samband við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Það sé þó alveg ljóst að að málið liggi algerlega á forræði Bandaríkjanna. Þá hefur verður haft samband við bandaríska sendiráðið í Tókýó til að sýna hversu mikils Fischer sé metinn hér á landi. Skáksamband Íslands afhenti í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun til George Bush Bandaríkjaforseta um að náða Bobby Fischer. Aðspurð hvenær búist sé við svörum segir Guðfríður L. Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, að ekki sé gott að segja til um það. Hrafn Jökulsson, varaforseti sambandsins, segist vænta þess að áskorunin verði á borði Bandaríkjaforseta í fyrramálið og ákvörðunin liggi fyrir á mánudaginn. Þær fréttir sem berast af heilsu Fischers eru óljósar en hann er ekki heill á geði og ekki verið síðustu ár. Guðfríður segi hann fyrst og fremst þurfa hjálp. Hann hafi verið mikill skáksnillingur á sínum tíma og það sé harmleikur að nú sé svona komið fyrir honum. Aðspurð finnst Guðfríði koma til greina að veita Fischer pólitískt hæli hér á landi þótt kannski séu ekki allir á sama máli um það. sammála því 06 20 Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenska utanríkisráðuneytið hefur rætt við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum af málefnum skáksnillingsins Bobbys Fischer, sem er í fangelsi í Japan. Skáksamband Íslands skoraði á Bush Bandaríkjaforseta í dag að veita honum sakaruppgjöf. Allir sem á annað borð voru komnir til vits árið 1972 muna eftir heimsmeistaraeinvíginu þar sem Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí. Þar með komst Ísland á heimskortið í skáklistinni. Skáksnillingurinn Fischer situr nú í fangelsi í Japan, þar sem hann var handtekinn á leið til Filippseyja með útrunnið vegabréf. Yfirvöld í Japan hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fisher yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Hann hefur því ekki getað komið til heimalands síns í tólf ár. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur þegar haft samband við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Það sé þó alveg ljóst að að málið liggi algerlega á forræði Bandaríkjanna. Þá hefur verður haft samband við bandaríska sendiráðið í Tókýó til að sýna hversu mikils Fischer sé metinn hér á landi. Skáksamband Íslands afhenti í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun til George Bush Bandaríkjaforseta um að náða Bobby Fischer. Aðspurð hvenær búist sé við svörum segir Guðfríður L. Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, að ekki sé gott að segja til um það. Hrafn Jökulsson, varaforseti sambandsins, segist vænta þess að áskorunin verði á borði Bandaríkjaforseta í fyrramálið og ákvörðunin liggi fyrir á mánudaginn. Þær fréttir sem berast af heilsu Fischers eru óljósar en hann er ekki heill á geði og ekki verið síðustu ár. Guðfríður segi hann fyrst og fremst þurfa hjálp. Hann hafi verið mikill skáksnillingur á sínum tíma og það sé harmleikur að nú sé svona komið fyrir honum. Aðspurð finnst Guðfríði koma til greina að veita Fischer pólitískt hæli hér á landi þótt kannski séu ekki allir á sama máli um það. sammála því 06 20
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent