Fugladráp á þjóðvegum 23. júlí 2004 00:01 Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt." Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt."
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira