Fleiri fréttir

Þiggja féð með óbragð í munni

Ýmsir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda eru hreinlega með móral – því þeim finnst aðgerðin ranglát.

„Óboðleg staða fyrir nemendur“

Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir mikla óvissu ríkja á meðal nemenda vegna boðaðs verkfalls háskólaprófessora.

Þrír nýir frá Porsche

911 Carrera GTS, Cayenne GTS og viðhafnarútgáfa Panamera verða sýndir á bílasýningunni í Los Angeles.

Flughált á Reykjanesbraut

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið á Reykjanesbrautinni það sem af er degi vegna hálku. Að sögn lögreglumanna á vettvangi er flughált á brautinni.

Réðist á þrjá og hótaði með sprautunál

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir að hafa veist að þremur lögreglumönnum, hótað þeim líkamsmeiðingum og fyrir vörslu fíkniefna.

Leggjast gegn neyslu ávaxtasafa

Bresku samtökin Action on Sugar segja að ávaxtasafi eigi ekki að vera á meðal heilsusamlegra neysluvara sem mælt er með.

Eins til átta stiga hiti í dag

Veðurstofa Íslands spáir að það verði austan og norðaustan 3-10 m/s, skýjað og dálítil rigning með köflum, en bjart með köflum vestast.

Enn einn fimm stiga skjálftinn í Bárðarbungu

Gasmengun berst frá gosinu í Holuhrauni til vesturs og norðvesturs , eða yfir allt vestanvert landið og alveg upp á Strandir á Vestfjörðum. Skjálftavirkni heldur líka áfram á gosstöðvunum með álíka þrótti og undanfarna sólarhringa og mældist einn skjálfti upp á 5,1 stig í Bárðarbungu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Lágur þrýstingur á heita vatninu á Vesturlandi

Lágur þrýstingur verður á heitu vatni hjá notendum Orkuveitunnar á Vesturlandi í dag, vegna endurbóta heitaavatnsæðinni frá Deildartunguhver við Varmalæk í Borgarfirði. Vatn þaðan er meðal annars leitt til Akraness.

Áfall að missa fasta yfirvinnu

Stefán Benjamín Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, telur líklegt að einhverjir starfsmenn bæjarins muni endurskoða stöðu sína í kjölfar fregna af uppsögnum á fastri yfirvinnu og akstursstyrkjum.

Börn leigjenda búa við verri kjör

Formaður Leigjendasamtakanna segir ekkert gert fyrir þennan hóp. Hann vill ráðast í rannsókn á afleiðingum þess að búa við húsnæðisvanda.

Hafa gengið í Íslamska ríkið

Samtök herskárra íslamista á Sínaískaga segjast hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið. Tilkynningin er höfð til vitnis um að barátta Íslamska ríkisins höfði í auknum mæli til fólks fyrir botni Miðjarðarhafs.

Fyrsta skrefið í áttina að betri samskiptum

Fyrsta handtakið mun hafa verið hálfvandræðalegt. Þeir Xi Jingping Kínaforseti og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, voru að minnsta kosti harla fálátir þegar þeir hittust í Peking í gær.

6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar

Leiðrétting á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána var kynnt í gær. Tíu prósent umsókna óafgreidd. Forsætisráðherra segir niðurstöðurnar uppfylla öll fyrirheit en formaður Samfylkingarinnar segir aðgerðina nýtast þeim best sem eigi mest.

Drap tugi námsmanna

Sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp á samkomu í framhaldsskóla í borginni Potiskum í Nígeríu. Að minnsta kosti 48 námsmenn létu lífið. Viku áður hafði annar maður gert sams konar árás í sömu borg.

Búið að birta útreikninginn

Búið er að birta á vefnum leidretting.is upplýsingar um það hvað höfuðstóllinn lækkar hjá hverjum og einum umsækjanda.

Læknir læknaðist af ebólu

Craig Spencer greindist með veiruna þann 23. október síðastliðinn, einungis nokkrum dögum eftir að hafa komið frá Gíneu.

Sjá næstu 50 fréttir