Innlent

Íslenskum prestum í Noregi fjölgar stöðugt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Getty/Stefán
Fjöldi íslenskra presta hefur haldið út til starfa í Noregi á síðustu árum. Rætt var við séra Vigfús Árnason, sóknarprest í Grafarvogi, um málið í Reykjavík síðdegis.

„Já, maður heyrir það að söfnuðurinn í Noregi sé farinn að telja um 8.000 manns. Við erum því farin að sjá á eftir góðum prestum til Noregs. Það eru 20 vígðir prestar að störfum í Noregi en ég held að við séum bara rétt um 100 hérna heima. Þannig að bréfið frá Biskupsstofu fer bráðum að verða bréfið til Íslandsdeildar og Noregsdeildar,“ sagði Vigfús.

Hvað skýrir það heldurðu að prestarnir fari? Er lítið að gera hér?

„Það eru mjög margir sem sækja um hér á suðvesturhorninu. Hér í Grafarvogi hafa til dæmis losnað tvær stöður og það eru kannski tuttugu manns sem sækja um. Svo það er kannski ekki um jafnauðugan garð að gresja hér en í Noregi geta allir fengið stöðu bara nánast strax.“

Hlusta má á viðtalið við Vigfús í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×