Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 14:30 Ingunn Jónsdóttir starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio en opnaði svo frjósemisstofnuna Sunnu. Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða. Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ingunn er í dag eigandi frjósemismiðstöðvarinnar Sunnu ásamt eiginmanni sínum Þóri Harðarsyni. Hún starfaði sem frjósemislæknir hjá Livio þar til sumarið 2019 þegar henni var sagt upp störfum. Ingunn taldi uppsögnina ólögmæta og höfðaði mál gegn Livio. Þar krafðist hún þess að Livio yrði gert að greiða henni út 19 prósenta hlut hennar í félaginu. Málinu lauk með sátt en í henni fólst að óháður aðili yrði fenginn til að meta virði hlutarins sem reyndist tæplega 119 milljónir. Samkeppnishömlur í þriggja ára samningi Samkvæmt samningnum fékk Ingunn áttatíu prósent fjárins greiddar strax en tuttugu prósent eftir þrjú ár stæði hún við samning við Livio. Samningurinn átti að tryggja að Ingunn gæti ekki farið í samkeppni við Livio á næstu þremur árum, nælt í viðskiptavini frá Livio eða ráðið starfsfólk þaðan. Samningurinn tók gildi 1. febrúar 2021. Þórir eiginmaður Ingunnar stofnaði félag snemma árs 2023 og svo annað, Evuhús, í desember 2023. Tilgangur fyrra félagsins var sagður heilbrigðisþjónusta og þess síðara var frjósemismiðstöð. Livio taldi að með þessu hefði Ingunn rofið samkomulagið enda töldu þau fullvíst að hún væri með í ráðum við stofnun félaganna. Því ætti hún ekki rétt á tuttugu prósenta greiðslunni sem eftir stóð. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess að nafn Ingunnar væri hvergi að finna í tengslum við félögin tvö á því þriggja ára tímabili sem samkomulag hennar við Livio var í gildi. Gögn frá heilbrigðisráðuneytinu staðfestu auk þess að 1. febrúar 2024, þegar samkomulagið rann út, var Livio eitt fyrirtækja með leyfi til að framkvæma tæknifrjóvganir og hafði verið árin þrjú á undan. Engar sannanir um þátttöku Ingunnar Það hefði verið fyrst í mars 2024 sem nokkuð hefði birst um að Ingunn væri þátttakandi í undirbúningi opnunar nýrrar frjósemismiðstöðvar, í færslu á Facebook og frétt á Vísi. Þá var hálfur annar mánuður liðinn frá því að samkeppnishömlurnar liðu undir lok. Héraðsdómur taldi að athafnir Þóris eiginmanns Ingunnar teldust ekki til brota á samningnum. Ingunn væri ekki samsömuð eiginmanni sínum þótt fyrirtæki hans kynni að teljast tengdur aðili. Athafnir hans gætu ekki leitt til ályktana um að Ingunn hefði fyrirgert rétti sínum til greiðslunnar. Þá hefði Livio ekki sannað að Ingunn hefði tekið þátt í undirbúningi frjósemismiðstöðvarinnar. Var Livio dæmt til að greiða Ingunni tæplega 25 milljónir króna sem voru eftirstöðvar samningsins og um leið á aðra milljón króna í málskostnað. Frjósemismiðstöðin Sunna var opnuð haustið 2024 og er í samkeppni við Livio á sviði tæknifrjóvgunaraðgerða.
Frjósemi Heilbrigðismál Dómsmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira