Óskilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglukonu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 10:42 "Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi,“ sagði lögreglukonan. visir/gva Rúmlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögreglukonu í janúar í fyrra. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt lögreglukonuna með krepptum hnefa fyrir utan heimili hans í Hraunbæ á nýársnótt í fyrra. Af atlögunni hlaut konan bólgu og mar á höku. Kvað hann lögreglukonuna hafa verið óviðeigandi í garð eiginkonu sinnar. „Lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það,“ sagði maðurinn við aðalmeðferð málsins sem fram fór 3.nóvember síðastliðinn. „Ég er giftur maður og þetta er óviðeigandi í Lettlandi. Þar er eðlilegt að maður verji konuna sína.“ Lögreglukonan sagði þó að hún hefði engin samskipti haft við eiginkonu hans. „Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi og byrjaði strax með svívirðingar og að ýta í mig. Ég sá konuna aldrei – hún var uppi í rúmi allan tímann,“ sagði lögreglukonan. Maðurinn sagði eiginkonu sína hafa verið með lungnabólu umrætt kvöld og verulega verkjaða. Því hafi hann hringt á sjúkrabíl en hún neitað að þiggja aðstoð. Eftir að verkir hennar hafi farið að ágerast hafi hann ákveðið að hringja öðru sinni en sjúkraflutningamenn óskuðu þá eftir aðstoð lögreglu. Ekki var þó tekið fram hvers vegna það var gert. Sjúkraflutninga- og lögreglumenn sem báru vitni í málinu kváðu hjónin hafa verið verulega drukkin þegar á staðinn var komið. Maðurinn hafi verið rólegur framan af en þegar lögregla kom á heimili þeirra hjóna hafi ákærði reiðst, þá sérstaklega í garð lögreglukonunnar og ausið yfir hana svívirðingum. Krafist var að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en brot gegn valdstjórninni geta varðað allt að sex ára fangelsisvist. Dómara þótti ástæða til að skilorðsbinda brot hans en þau geta haft ítrekunaráhrif verði hann dæmdur aftur. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn muni áfrýja úrskurðinum. Tengdar fréttir Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögreglukonu í janúar í fyrra. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Manninum var gefið að sök að hafa kýlt lögreglukonuna með krepptum hnefa fyrir utan heimili hans í Hraunbæ á nýársnótt í fyrra. Af atlögunni hlaut konan bólgu og mar á höku. Kvað hann lögreglukonuna hafa verið óviðeigandi í garð eiginkonu sinnar. „Lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það,“ sagði maðurinn við aðalmeðferð málsins sem fram fór 3.nóvember síðastliðinn. „Ég er giftur maður og þetta er óviðeigandi í Lettlandi. Þar er eðlilegt að maður verji konuna sína.“ Lögreglukonan sagði þó að hún hefði engin samskipti haft við eiginkonu hans. „Um leið og ég kom inn í íbúðina kom hann beint að mér, mjög ógnandi og byrjaði strax með svívirðingar og að ýta í mig. Ég sá konuna aldrei – hún var uppi í rúmi allan tímann,“ sagði lögreglukonan. Maðurinn sagði eiginkonu sína hafa verið með lungnabólu umrætt kvöld og verulega verkjaða. Því hafi hann hringt á sjúkrabíl en hún neitað að þiggja aðstoð. Eftir að verkir hennar hafi farið að ágerast hafi hann ákveðið að hringja öðru sinni en sjúkraflutningamenn óskuðu þá eftir aðstoð lögreglu. Ekki var þó tekið fram hvers vegna það var gert. Sjúkraflutninga- og lögreglumenn sem báru vitni í málinu kváðu hjónin hafa verið verulega drukkin þegar á staðinn var komið. Maðurinn hafi verið rólegur framan af en þegar lögregla kom á heimili þeirra hjóna hafi ákærði reiðst, þá sérstaklega í garð lögreglukonunnar og ausið yfir hana svívirðingum. Krafist var að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en brot gegn valdstjórninni geta varðað allt að sex ára fangelsisvist. Dómara þótti ástæða til að skilorðsbinda brot hans en þau geta haft ítrekunaráhrif verði hann dæmdur aftur. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn muni áfrýja úrskurðinum.
Tengdar fréttir Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Kýldi lögreglukonu í Hraunbæ og kallaði hana vændiskonu „Við báðum lögregluna að fara út en lögreglukonan var örugglega lesbía og sýndi konunni minni merki um það.“ 3. nóvember 2014 15:46