Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fundinum í gær þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Fréttblaðið/GVA „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira