Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fundinum í gær þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Fréttblaðið/GVA „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
„Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira