Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fundinum í gær þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Fréttblaðið/GVA „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira