6.900 umsóknir um leiðréttingu óleystar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Sama dag og ríkisstjórnin kynnti eina umfangsmestu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar gerði fólk sér ferð á Austurvöll til að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Tæplega 7.000 af þeim 69 þúsund umsóknum sem ríkisskattstjóra bárust um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána eru óafgreidd, eða um tíu prósent. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að afgreiða þær innan sex vikna. Um er að ræða lán þar sem hagir hjóna eða einstaklinga hafa breyst mikið undanfarin sex ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar í Hörpu í gær. Niðurstöður hvers og eins er hægt að nálgast á heimasíðu leiðréttingarinnar í dag. „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á kynningunni. Heildarfjárhæð leiðréttingarinnar verður 150 milljarðar króna og skiptist þannig að 80 milljörðum verður veitt í niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána og 70 milljörðum í séreignarsparnað við inngreiðslu á höfuðstól lána. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljónir í leiðréttingu og einstaklingar 1,1 milljón króna. Í kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðunum segir að séu úrræðin nýtt til fulls gætu skuldir heimilanna lækkað um 20 prósent að meðaltali. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10 til 20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20 til 30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur, eða 55 prósent, renna til einstaklinga sem eiga fjórar milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir kynninguna hafa staðfest að aðgerðirnar nýtist þeim best sem mest hafi á milli handanna. „Við lögðum til aðgerðir til að mæta þeim sem lentu í raunverulegu misgengi og keyptu á versta tíma fyrir hrun. Það fólk er núna skilið eftir í sínum skuldavanda en miklum peningum varið til að lækka skuldir hjá fólki sem er ekki í neinum skuldavanda og þekkir hann bara af afspurn,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira