Innlent

Réðist á þrjá og hótaði með sprautunál

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Ég sting þig með fokking sprautunál“
„Ég sting þig með fokking sprautunál“ vísir/getty
Tuttugu og fjögurra ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir að hafa veist að þremur lögreglumönnum, hótað þeim líkamsmeiðingum og fyrir vörslu fíkniefna. 

Maðurinn var sakaður um að hafa í ágúst í fyrra, eftir að hann var handtekinn í Austurstræti, rekið olnbogann í andlitið á lögreglukonu og skömmu síðar sparkað í brjóstkassann á lögreglumanni. Eftir flutning á lögreglustöðina við Hverfisgötu sömu nótt sparkaði hann í andlit þriðja lögreglumanns. Hafði maðurinn í fórum sér 0,98 grömm af amfetamíni.

Þá hótaði hann lögreglumanni í Hafnarfirði líkamsmeiðingum við handtöku þann 5. október 2013. Aftur var maðurinn með amfetamín í fórum sínum. Sagði ákærði við lögreglumanninn: „Ég sting þig með fokking sprautunál“ og í kjölfarið bætti hann við „Á ég að stinga þig?“

Maðurinn var ákærður bæði fyrir brot á almennum hegningarlögum og sömuleiðis fíkniefnabrot. Ekki liggur fyrir hvort hann muni áfrýja.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×