Innlent

Annar látinn eftir elds­voðann á Hjarðar­haga

Árni Sæberg skrifar
Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.
Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum. Vísir/Anton Brink

Maður sem slasaðist alvarlega í eldsvoða á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær er látinn af sárum sínum. Í gær lést annar maður af áverkum sínum eftir sama eldsvoða.

Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan tilkynnti í gær að maður hefði látist í brunanum og að annar lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hann er nú einnig látinn.

Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan tíu mínútur yfir tíu í gærmorgun. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi en vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu tjáði fréttastofu að slíkt væri alltaf tilfellið ef tilkynningar bærust um eld í fjölbýlishúsi.

Rannsaka hvort nokkuð saknæmt hafi átt sér stað

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að rannsókn á eldsupptökum stæði enn yfir. Hún væri umfangsmikil og myndi taka tíma.

„Hvort þetta sé saknæmt, það er líka eitt af því sem er til rannsóknar. Eldsupptökin yfir höfuð, hvers vegna kviknaði í? Hvort það hafi gerst með saknæmum hætti eða ekki? Það er það sem við erum að skoða.“


Tengdar fréttir

Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað

Ekki er vitað hver upptök mannskæðs eldsvoða voru í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Það er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem skoðar meðal annars hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×