Innlent

Árásin á Frakkastíg: Árásarmaðurinn fær tvær vikur til að taka afstöðu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin er tekin á vettvangi hnífsstunguárásarinnar.
Myndin er tekin á vettvangi hnífsstunguárásarinnar.
Þingfesting í máli ríkissaksóknara á hendur 34 ára manni sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Frakkastíg þann 9. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn fór fram á tveggja vikna frest til að taka afstöðu til ákærunnar.

Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað stungið annan mann í líkama og andlit, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð yfir vinstra kinnbeini, skurð á aftanverðum  brjóstkassa, tvo skurði á hægri upphandlegg og skurð á hægri mjöðm. Sá sem fyrir árásinni varð fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn á Frakkastíg áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjósthol á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 10. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×