LÍN tapaði og gert að greiða 350 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:45 vísir/valli Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) beið lægri hlut í dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjóðurinn taldi konu sem tekið hafði námslán hafa verið í tæplega 750 þúsund króna vanskilum og höfðaði því mál á hendur henni og föður hennar, sem tekist hafði hendur á sjálfskuldarábyrgð. Konan var sýknuð af öllum kröfum og LÍN gert að greiða allan málskostnað, alls 350 þúsund krónur. Konan tók námslán árið 2001 og skrifaði hún þá undir skuldabréf til viðurkenningar á skuld sinni við lánasjóðinn. Fram kemur á skuldabréfinu að hún hafi fengið heimild til að greiða fjárhæð lánsins inn á bankareikning lántakanda við námslok, miðað við þágildandi vísitölu neysluverðs. Endurgreiðsla lánsins átti að hefjast tveimur árum eftir námslok og fara fram með árlegum greiðslum, sem ákveðnar yrðu í tvennu lagi. Annars vegar væri föst ársgreiðsla 52.698 krónur og hins vegar viðbótargreiðsla sem miðaðist við 4,75% af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Frá viðbótargreiðslunni skyldi dragast hin fasta greiðsla lánsins og skyldi gjalddagi viðbótargreiðslunnar vera 1. september ár hvert. Fram kemur í stefnu að greiðslur samkvæmt skuldabréfinu hafi verið í vanskilum frá mars 2006 og vanskilin talin vera að höfuðstól um 745 þúsund krónur. Inn á skuldina voru greiddar 100 þúsund krónur árið 2008. Þegar krafa konunnar voru lög í gildi nr. 14/1905, en þau lög voru felld úr gildi með lögum um fyrningu kröfuréttinda sem öðluðust gildi árið 2008. Því segir í niðurstöðu dómsins: „Í skuldabréfi því, sem stefnandi reisir rétt sinn á samkvæmt framansögðu, er mælt fortakslaust fyrir um að lán sé allt gjaldfallið án uppsagnar ef ekki eru staðin skil á greiðslu afborgana á réttum tíma. Samkvæmt hljóðan skuldabréfsins féll það allt í gjalddaga þann 1. mars 2006.“ Því séu kröfur lánasjóðsins fyrndar og honum gert að falla frá þeim ásamt því að greiða allan málskostnað.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira