Innlent

Lágur þrýstingur á heita vatninu á Vesturlandi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/GVA
Lágur þrýstingur verður á heitu vatni hjá notendum Orkuveitunnar á Vesturlandi í dag, vegna endurbóta heitaavatnsæðinni frá Deildartunguhver við Varmalæk í Borgarfirði. Vatn þaðan er meðal annars leitt til Akraness.

Í tilkynningu segir að Orkuveitan hafi lagt í mikinn kostnað við endurnýjun á æðinni, frá því að hún keypti veitumannvirkin fyrir nokkrum árum. Fólki á veitusvæðinu er bent á að hafa glugga lokaða og útidyr sem minnst opnar í dag til að tapa ekki út hita, en ráðgert er að fullur þrýstingur komist aftur á klukkan fimm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×