Erlent

Leggjast gegn neyslu ávaxtasafa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sumir ávaxtasafar innihalda meira af sykri en gosdrykkir.
Sumir ávaxtasafar innihalda meira af sykri en gosdrykkir. Vísir/Getty
Bresku samtökin Action on Sugar segja að ávaxtasafi eigi ekki að vera á meðal heilsusamlegra neysluvara sem mælt er með þar sem það sé ruglandi fyrir foreldra.

Í frétt BBC kemur fram að samtökin könnuðu ýmsa ávaxtasafa sem eru sérstaklega markaðssettir fyrir börn. Það leiddi í ljós að sumir safanna innihalda meiri sykur en gosdrykkir. Þá koma safarnir gjarnan í stærri fernum en mælt er með.

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja að 150 ml af ósætum ávaxtasafa teljist til eins af þeim fimm skömmtum af ávöxtum og grænmeti sem mælt er með að fólk borði á dag. Aðrir ávaxtasafar, svo sem þeir sem eru sykraðir, eru ekki hluti af ráðlögðum dagskammti.

Action on Sugar segja hins vegar að ráðleggingar séu ruglandi þar sem foreldrar geri sér ekki alltaf grein fyrir því að um sykraða drykki er að ræða. Þá séu fernurnar gjarnan 200 ml eða stærri. Börn eigi að fá eins lítið af ávaxtasafa og mögulegt er að mati samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×