Erlent

Reagan bað Thatcher afsökunar á innrásinni í Grenada

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Reagan og Thatcher voru hinir mestu mátar en stundum slettist upp á vinskapinn, eins og gengur.
Reagan og Thatcher voru hinir mestu mátar en stundum slettist upp á vinskapinn, eins og gengur. Vísir/Getty
Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, sá sig knúinn til að hringja í góðvinkonu sína, og þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher og biðja hana afsökunar á innrás Bandaríkjanna í smáríkið Grenada í Karíbahafi.

Innrásin var árið 1983 en Grenada hafði verið nýlenda Breta til ársins 1974 þegar landið fékk sjálfstæði. Vinstristjórn komst til valda árið 1979 í kjölfar byltingar en innri átök leiddu til þess að forsætisráðherrann, Maurice Bishop, var myrtur árið 1983. Bandaríkin réðust svo inn í landi í október það ár.

Margaret Thatcher var afar ósátt við innrás Bandaríkjanna í þessa fyrrum bresku nýlendu. Sá Reagan sig því knúinn til að hringja í forsætisráðherrann og biðja hana afsökunar. Brot úr samtalinu má heyra hér að neðan.

Ýmsar upptökur úr forsetatíð Reagans eru nú aðgengilegar en sagnfræðingurinn William Doyle fór fram á það við Hvíta húsið að fá aðgang að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×